Íslenski boltinn
Sara: Hefðum mátt nýta færin betur
Sara Björk Gunnarsdóttir kom Íslandi á bragðið í leiknum gegn Norður-Írum í dag. Hún segir að liðið hafi spilað vel en hefði getað nýtt færin betur. "Það er mikilvægt fyrir okkur að skora sem mest þar sem markatalan skiptir máli, en mestu máli skiptir auðvitað bara að ná í þrjú stig," sagði Sara sem átti fínan dag á miðjunni. "Við þurfum að nýta færin okkar aðeins betur. Spilamennskan var fín. Mér fannst við spila undir getu í fyrri hálfleik þar sem við duttum niður á þeirra plan bara. Við vorum síðan betri í seinni hálfleiknum." "Við lögðum upp með að sækja hratt á þær og í fáum snertinum, þær eru fljótar að loka þannig að við ákváðum þetta og að skipta hratt yfir. Við náðum því ekki almennilega þannig að við þurfum að laga þetta fyrir næsta leik." "Við þurfum að vera rólegri á boltann í þeim leik," sagði Sara.
Tengdar fréttir
Ísland átti tuttugu marktilraunir og vann Norður-Íra 2-0
Ísland vann öruggan sigur á Norður-Írum í undankeppni HM. Sara Björk Gunnarsdóttir og Katrín Jónsdóttir skoruðu mörkin í 2-0 sigri Íslands.