Einfaralið Pawel Bartoszek skrifar 3. desember 2010 06:00 Sagt var að kosningar til stjórnlagaþingsins hafi verið merk tilraun. Kosið var eftir nýrri persónukjörsaðferð, fyrsta sinn á Íslandi. Engir flokkar voru í framboði. Landið var eitt kjördæmi. Kynjajöfnunarákvæði voru í frumvarpinu. Allt þetta voru nýmæli. En hafi þetta verið tilraun þá eru tilraunir til að draga af þeim lærdóm.Frambjóðendamiðað kosningakerfi Það eru til tvær leiðir til að taka þátt í kosningum, að bjóða sig fram og að kjósa. Þátttakan hvað fjölda framboða varðar, fór fram úr björtustu vonum, eða kannski þeim dekkstu, mundi einhver segja. Áhugi kjósenda var hins vegar minni. Það má kannski segja forgangsfærsluaðferðin, sem notuð var við þessar kosningar, sé afar frambjóðendavæn, en ekki endilega mjög kjósendavæn. Aðferðin kyndir ekki sérstaklega undir lista- og bandalagamyndun, þannig að kjósendur voru í raun að velja milli yfir 500 flokka. Hver og einn frambjóðandi þurfti aðeins að standa skil á eigin stefnu. Menn þurftu ekki að rökstyðja skoðanir annarra, ekki gera neinar málamiðlanir, ekki að réttlæta hegðun, útgjöld og fortíð neins nema þeirra sjálfra. Niðurstaðan er hópur sterkra einfara. Einfaralið. Sú vinna sem pólitísk framboð þurfa venjulega að inna af hendi við að velja heppilega frambjóðendur, búa til stefnu, huga að jöfnu kynjahlutfalli, og góðri breidd á listanum, var því alfarið lögð á hendur kjósenda. Mörgum fannst þetta mjög gaman. En mörgum fannst það líka erfitt. Svo erfitt að þeir létu það eiga sig.Kynjakvótar óþarfir Í kosningalögunum var að finna ákvæði þar sem heimilt var að jafna kynjahlutföll með því að taka inn frambjóðendur af einu kyni fram yfir aðra inn á þingið. Til allrar hamingju þurfti ekki að koma til þess að slíkum ömurlegum aðferðum hafi þurft að beita, en dreifing kynjanna var tiltölulega jöfn. Konur voru þriðjungur frambjóðenda en náðu tveimur fimmtu þingsæta. Svokallað persónukjör hefur verið gagnrýnt fyrir að henta konum illa. En þrátt fyrir vissulega megi finna gögn þess efnis að sum kosningakerfi henti framgangi kvenna betur en önnur þá liggur það samt fyrir að ráðandi þáttur þegar kemur að kvenna á þjóðþingum lýðræðisríkja er samfélagsuppbyggingin. Það sem jafnréttismál eru í réttum farvegi, er staða kvenna á þingi góð. Samfélagsleg meðvitund fyrir því að kjósa konur jafnt sem karla hefur semsagt þegar skilað þeim árangri sem menn vonuðust að næðist með mun frekjulegri inngripum. Vonandi að með þessu verði hægt að segja skilið við vonda hugmyndir um lagaákvæði þar sem horft er í klofið á fólki við úthlutun þingsæta.Landið eitt kjördæmi Íbúar suðvesturhornsins hafa lengi haft hlutfallslega færri þingmenn en íbúar landsbyggðarinnar. Í þessum kosningum snerist dæmið við. Fólk samsamar sig gjarnan þeim landshlutum sem það býr í og það er ekki heppilegt ef að stór hluti kjósenda, segjum þriðjungur upplifir fjarlægð hina kjörnu fulltrúa. Eða að lítill möguleiki sé á að einhver úr þeirra héraði nái kjöri. Ísland er nánast orðið borgríki. Tveir þriðju Íslendinga eru með lögheimilu á höfuðborgarsvæðinu og ég hygg raunar að raunverulegur fjöldi íbúa sé eitthvað hærri ef tekið er mið af öllum námsmönnum sem búa í bænum með lögheimili í heimabyggð fjölskyldunnar. Það gefur augaleið að í slíku samfélagi er orðið talsverð fyrirhöfn að sækja sér atkvæði út fyrir borgarmúrana. Þeir sem eru þekktir í Reykjavík eru þar að auki þekktir úti á landi. En það gildir ekki endilega öfugt. Það er sjálfsagt að jafna atkvæðavægið með þeim hætti að Reykvíkingar kjósi jafnmarga Reykvíkinga á þingið og þeir ættu með réttu að fá í stað þess að kjósa þangað fulltrúa úr öðrum landshlutum. En slíkt má gera án þess að gera landið að einu kjördæmi. Frekar mætti að fjölga kjördæmum, skipta höfuðborginni upp eftir hverfum og tryggja betri tengsl kjósenda við þingmenn. Staðbundnar kjördæmi eru líka skemmtilegri, og ekki má gera lítið úr því. Fólk nennir frekar að kjósa í skemmtilegum kosningum en leiðinlegum. Væri persónukjör með 525 valkostum í einu kjördæmi, með kynjakvótum heppileg leið til að verja Alþingi? Um það er ég efins. En sjáum til hvað setur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Sagt var að kosningar til stjórnlagaþingsins hafi verið merk tilraun. Kosið var eftir nýrri persónukjörsaðferð, fyrsta sinn á Íslandi. Engir flokkar voru í framboði. Landið var eitt kjördæmi. Kynjajöfnunarákvæði voru í frumvarpinu. Allt þetta voru nýmæli. En hafi þetta verið tilraun þá eru tilraunir til að draga af þeim lærdóm.Frambjóðendamiðað kosningakerfi Það eru til tvær leiðir til að taka þátt í kosningum, að bjóða sig fram og að kjósa. Þátttakan hvað fjölda framboða varðar, fór fram úr björtustu vonum, eða kannski þeim dekkstu, mundi einhver segja. Áhugi kjósenda var hins vegar minni. Það má kannski segja forgangsfærsluaðferðin, sem notuð var við þessar kosningar, sé afar frambjóðendavæn, en ekki endilega mjög kjósendavæn. Aðferðin kyndir ekki sérstaklega undir lista- og bandalagamyndun, þannig að kjósendur voru í raun að velja milli yfir 500 flokka. Hver og einn frambjóðandi þurfti aðeins að standa skil á eigin stefnu. Menn þurftu ekki að rökstyðja skoðanir annarra, ekki gera neinar málamiðlanir, ekki að réttlæta hegðun, útgjöld og fortíð neins nema þeirra sjálfra. Niðurstaðan er hópur sterkra einfara. Einfaralið. Sú vinna sem pólitísk framboð þurfa venjulega að inna af hendi við að velja heppilega frambjóðendur, búa til stefnu, huga að jöfnu kynjahlutfalli, og góðri breidd á listanum, var því alfarið lögð á hendur kjósenda. Mörgum fannst þetta mjög gaman. En mörgum fannst það líka erfitt. Svo erfitt að þeir létu það eiga sig.Kynjakvótar óþarfir Í kosningalögunum var að finna ákvæði þar sem heimilt var að jafna kynjahlutföll með því að taka inn frambjóðendur af einu kyni fram yfir aðra inn á þingið. Til allrar hamingju þurfti ekki að koma til þess að slíkum ömurlegum aðferðum hafi þurft að beita, en dreifing kynjanna var tiltölulega jöfn. Konur voru þriðjungur frambjóðenda en náðu tveimur fimmtu þingsæta. Svokallað persónukjör hefur verið gagnrýnt fyrir að henta konum illa. En þrátt fyrir vissulega megi finna gögn þess efnis að sum kosningakerfi henti framgangi kvenna betur en önnur þá liggur það samt fyrir að ráðandi þáttur þegar kemur að kvenna á þjóðþingum lýðræðisríkja er samfélagsuppbyggingin. Það sem jafnréttismál eru í réttum farvegi, er staða kvenna á þingi góð. Samfélagsleg meðvitund fyrir því að kjósa konur jafnt sem karla hefur semsagt þegar skilað þeim árangri sem menn vonuðust að næðist með mun frekjulegri inngripum. Vonandi að með þessu verði hægt að segja skilið við vonda hugmyndir um lagaákvæði þar sem horft er í klofið á fólki við úthlutun þingsæta.Landið eitt kjördæmi Íbúar suðvesturhornsins hafa lengi haft hlutfallslega færri þingmenn en íbúar landsbyggðarinnar. Í þessum kosningum snerist dæmið við. Fólk samsamar sig gjarnan þeim landshlutum sem það býr í og það er ekki heppilegt ef að stór hluti kjósenda, segjum þriðjungur upplifir fjarlægð hina kjörnu fulltrúa. Eða að lítill möguleiki sé á að einhver úr þeirra héraði nái kjöri. Ísland er nánast orðið borgríki. Tveir þriðju Íslendinga eru með lögheimilu á höfuðborgarsvæðinu og ég hygg raunar að raunverulegur fjöldi íbúa sé eitthvað hærri ef tekið er mið af öllum námsmönnum sem búa í bænum með lögheimili í heimabyggð fjölskyldunnar. Það gefur augaleið að í slíku samfélagi er orðið talsverð fyrirhöfn að sækja sér atkvæði út fyrir borgarmúrana. Þeir sem eru þekktir í Reykjavík eru þar að auki þekktir úti á landi. En það gildir ekki endilega öfugt. Það er sjálfsagt að jafna atkvæðavægið með þeim hætti að Reykvíkingar kjósi jafnmarga Reykvíkinga á þingið og þeir ættu með réttu að fá í stað þess að kjósa þangað fulltrúa úr öðrum landshlutum. En slíkt má gera án þess að gera landið að einu kjördæmi. Frekar mætti að fjölga kjördæmum, skipta höfuðborginni upp eftir hverfum og tryggja betri tengsl kjósenda við þingmenn. Staðbundnar kjördæmi eru líka skemmtilegri, og ekki má gera lítið úr því. Fólk nennir frekar að kjósa í skemmtilegum kosningum en leiðinlegum. Væri persónukjör með 525 valkostum í einu kjördæmi, með kynjakvótum heppileg leið til að verja Alþingi? Um það er ég efins. En sjáum til hvað setur.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun