Handbolti

Bæði Grótta og Valur með nýja leikmenn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér er Heiðar Geir fyrir aftan Rúna Sigtryggsson á bekk Akueyrarliðsins í leik á móti Gróttu í vetur.
Hér er Heiðar Geir fyrir aftan Rúna Sigtryggsson á bekk Akueyrarliðsins í leik á móti Gróttu í vetur. Mynd/Valli
Grótta og Valur munu bæði tefla fram nýjum leikmönnum þegar liðin mætast í N1 deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. Heimamenn í Gróttu hafa fengið til sín hornamanninn Heiðar Þór Aðalsteinsson en Valsmenn fengu hornamanninn Jón Björgvin Pétursson.

Heiðar Þór Aðalsteinsson er 21 árs hornamaður sem kemur frá Akureyri. Hann er yngri bróðir Sigurpáls Árna Aðalsteinssonar sem spilaði með bæði Þór og KR á árum áður.

„Heiðar Þór er 21 árs Akureyringur sem leikið hefur með liði Akureyrar við góðan orðstír. Hans aðalstaða á vellinum er vinstra horn en hann getur einnig leikið fyrir utan og í hægra horni. Ljóst er að Heiðar Þór er liðinu kærkominn styrkur fyrir síðari hluta tímabilsins," segir á heimasíðu Gróttu.

Jón Björgvin Pétursson er 28 ára gamall örvhentur hornamaður sem kemur til Valsmanna frá HK en lengstum lék hann þó með Fram. „Jón er afar fjölhæfur sóknarmaður sem kemur til með nýtast Valsliðinu afar vel í baráttunni framundan," segir á heimasíðu Valsmanna.

Leikur Gróttu og Vals hefst klukkan 19.30 í kvöld en starfsfólk íþróttamiðstöðvar hefur áhyggjur af bílaöngþveiti við íþróttahúsið og bendir því áhorfendum að nýta bílastæðin í kringum íþróttamiðstöðuna;  bílastæðin við leikskólana, fyrir framan Hrólfskálamelsblokkina, hjá Valhúsaskóla, Tónalistarskólanum og einnig hjá Eiðistorgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×