Samfylkingin bíður afhroð í Hafnarfirði 29. apríl 2010 06:45 Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi Samfylkingin tapa tveimur bæjarfulltrúum, fengi fimm bæjarfulltrúa, en er með sjö í dag. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Samfylkingin fengi 39,7 prósent atkvæða í Hafnarfirði yrði gengið til atkvæða nú, samkvæmt könnuninni. Fylgi flokksins hrynur um fimmtán prósentustig frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk stuðning 54,7 prósenta kjósenda. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi Samfylkingin tapa tveimur bæjarfulltrúum, fengi fimm bæjarfulltrúa, en er með sjö í dag. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú stuðnings 34,9 prósenta af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni, en fékk 27,3 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Aukningin er 7,6 prósentustig. Flokkurinn myndi bæta við sig einum bæjarfulltrúa í kosningum samkvæmt könnuninni, fengi fjóra en er með þrjá í dag. Alls sögðust 18,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Vinstri græna yrði gengið til kosninga í dag. Flokkurinn bætir við sig 6,4 prósentustigum frá kosningunum 2006, þegar 12,1 prósent kjósenda studdi flokkinn. Flokkurinn fengi tvo bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni, en er með einn í dag. Fylgi Framsóknarflokksins fer úr 3,0 prósentum í kosningunum í 6,9 prósent samkvæmt könnuninni. Flokkurinn myndi ekki ná inn manni yrði það niðurstaða kosninga. Hlutfallslega fáir af þeim sem hringt var í tóku afstöðu til spurningarinnar samanborið við aðrar kannanir Fréttablaðsins. Aðeins 47,3 prósent voru tilbúin til að gefa upp afstöðu til ákveðins stjórnmálaflokks. Það eykur verulega skekkjumörkin í könnuninni. Hringt var í 800 íbúa í Hafnarfirði miðvikudaginn 28. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 47,3 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. Samfylkingin fengi 39,7 prósent atkvæða í Hafnarfirði yrði gengið til atkvæða nú, samkvæmt könnuninni. Fylgi flokksins hrynur um fimmtán prósentustig frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk stuðning 54,7 prósenta kjósenda. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina myndi Samfylkingin tapa tveimur bæjarfulltrúum, fengi fimm bæjarfulltrúa, en er með sjö í dag. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú stuðnings 34,9 prósenta af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni, en fékk 27,3 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Aukningin er 7,6 prósentustig. Flokkurinn myndi bæta við sig einum bæjarfulltrúa í kosningum samkvæmt könnuninni, fengi fjóra en er með þrjá í dag. Alls sögðust 18,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni myndu kjósa Vinstri græna yrði gengið til kosninga í dag. Flokkurinn bætir við sig 6,4 prósentustigum frá kosningunum 2006, þegar 12,1 prósent kjósenda studdi flokkinn. Flokkurinn fengi tvo bæjarfulltrúa samkvæmt könnuninni, en er með einn í dag. Fylgi Framsóknarflokksins fer úr 3,0 prósentum í kosningunum í 6,9 prósent samkvæmt könnuninni. Flokkurinn myndi ekki ná inn manni yrði það niðurstaða kosninga. Hlutfallslega fáir af þeim sem hringt var í tóku afstöðu til spurningarinnar samanborið við aðrar kannanir Fréttablaðsins. Aðeins 47,3 prósent voru tilbúin til að gefa upp afstöðu til ákveðins stjórnmálaflokks. Það eykur verulega skekkjumörkin í könnuninni. Hringt var í 800 íbúa í Hafnarfirði miðvikudaginn 28. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 47,3 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira