Innlent

Flóðið olli ekki skemmdum á vegamannvirkjum

Þorvaldseyri. Eðjuflóðið sem kom niður Svaðbælisá fór yfir varnargarða við bæinn.
Þorvaldseyri. Eðjuflóðið sem kom niður Svaðbælisá fór yfir varnargarða við bæinn. Mynd/Stefán Karlsson

Eðjuflóðið sem kom niður Svaðbælisá og fór yfir varnargarða við Þorvaldseyri hefur ekki valdið skemmdum á vegamannvirkjum. Flóðið er að sjatna en vatn hefur farið yfir varnargarða á 150 metra kafla, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Mikil eðja er í vatninu og framburður.

Lögreglan er við Svaðbælisá, flugvél Landhelgisgæslunnar er yfir jöklinum og þá eru vatnamælingamenn eru á leiðinni austur. Að sögn Veðurstofu Íslands er aðeins minni órói á jarðskjálftamælum. Mjög mikil úrkoma hefur verið undir Eyjafjöllum síðasta sólarhring.








Tengdar fréttir

Eyjafjallajökull: Eðjuflóð í Svaðbælisá

Mikið eðjuflóð hófst í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum upp úr klukkan níu í morgun og vatnar yfir varnargarðana á svæðinu. Að sögn Ólafs Eggertssonar bónda á Þorvaldseyri, sem var staddur á brúnni yfir ánna fyrir stundu, sýnist þetta vera eðja frekar en vatn og að hún komi frá Eyjafjallajökli, eins og síðasta flóð þarna nýverið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×