Viðskipti innlent

Eyrir samdi við lánardrottna

Forstjórinn árni oddur Stjórnendur Eyris Invest sömdu við kröfuhafa eftir hrunið og stokkuðu skuldir upp. Þeim verður breytt þegar nær líður gjalddögum.
Forstjórinn árni oddur Stjórnendur Eyris Invest sömdu við kröfuhafa eftir hrunið og stokkuðu skuldir upp. Þeim verður breytt þegar nær líður gjalddögum.

Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest hagnaðist um 3,2 milljónir evra, jafnvirði um 490 milljóna króna, á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 11,5 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Neikvæður gengismunur og beiting hlutdeildaraðferðar á eignir félagsins hafa áhrif á samanburðinn.

Eignir Eyris námu 417 milljónum evra, 64 milljörðum króna í lok tímabilsins og nam eigið fé 160 milljónum evra. Eiginfjárhlutfall stóð í 38 prósentum.

Á móti námu skuldir 257 milljónum evra, jafnvirði fjörutíu milljarða króna, Þungi afborgana fellur á næstu þremur árum, þar af 124,5 milljónir evra, nítján milljarðar króna, á næsta ári, miðað við hálfsársuppgjör sem birt var á mánudag.

Stjórnendur Eyris benda á í samtali við Fréttablaðið að staðan sé sterk. Gjalddagarnir komu til við endurfjármögnun félagsins í fyrravor þegar skuldir voru stokkaðar upp í samvinnu við lánardrottna. Gert er ráð fyrir að lengt verði í lánum fyrir gjalddaga.

Afborganir á næsta ári verði mun lægri en fram komi í uppgjörinu, í hæsta lagi nærri tuttugu milljónum evra, jafnvirði þriggja milljarða króna, í stað nítján. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×