Urðu frá að hverfa í gær 30. september 2010 05:15 Landamærahliðið við Erez Baráttan við ísraelska landamæraverði og herforingja líktist helst atburðum úr skáldsögu eftir Kafka, segir Sveinn Rúnar.nordicphotos/AFP „Það er erfitt að gera nokkrar áætlanir þar sem hernámsveldi stjórnar ferðum fólks og jafnvel duttlungar byssufólksins ráða," segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir, sem varð að hverfa frá landamærum Gasa-svæðisins í gær ásamt hópi Íslendinga, sem hugðust færa fötluðum íbúum þar gervifætur. Sveinn Rúnar var kominn til Galíleu þegar Fréttablaðið náði tali af honum og dvaldist hjá vinum sínum ekki langt frá Nasaret. Hinir í hópnum voru nýkomnir í loftið á leið til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem ferðinni var heitið áfram, ýmist til Íslands, Svíþjóðar eða Suður-Afríku. „Það er ekkert annað en hryllingur að þetta skuli hafa verið eyðilagt fyrir okkur," segir hann og líkir langri og flókinni baráttu hópsins við landamæraverði, herforingja og skriffinna ísraelska hersins við atburði úr skáldsögum eftir Kafka. Sú barátta hófst fyrir ári, í september árið 2009, þegar Sigrún Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri hóf bréfaskriftir við skrifstofu ísraelska hersins í Erez, en Erez er „hliðið að risafangelsinu á Gasaströnd og herinn stjórnar því hverjir fá að koma og fara. Að nafninu til, því yfir þeim vakir leyniþjónustan Shin Bet, sem skoðar hverja umsókn." Fjórum mánuðum síðar fékkst leyfi fyrir fimm manns að fara yfir til að smíða gervifætur á fólk, en áfram þurfti að bíða þangað til í maí eftir öðru leyfi til að fara með efnið í gervifæturna yfir landamærin. Hópurinn hafði ekki tök á því að fara fyrr en nú í september, en þá biðu hans frekari hindranir. „Í gærmorgun héldum við að allt væri komið á hreint og fórum á fætur klukkan hálfsex til að vera örugglega fyrstir að landamærunum, en þá voru bara fundnar upp nýjar reglur. Við vorum þarna allan daginn og ekkert gekk, en þá þurftu stoðtækjasmiðirnir að fara til síns heima. Þeir voru búnir að bíða í viku." Stoðtækjafræðingarnir eru samt fullir bjartsýni og stefna að því að fara fljótt aftur. „Þeir ákváðu að skilja efnið eftir í Tel Aviv þannig að þegar þeir koma aftur þá er efnið þó að minnsta kosti komið í gegn." Sjálfur ætlar Sveinn Rúnar að gera tilraun til að komast yfir á Gasa á morgun, einn síns liðs, og ætlar þá að hitta fólk sem hann hefur verið í samskiptum við. Hann hefur fengið vilyrði frá hernum um að komast yfir, en treystir þó engu fyrr en á reynir. „Ég ætla bæði sem læknir að halda áfram að fylgjast með þróun heilsugæslu og sjúkrahúsa þarna, ekki síst með tilliti til geðrænna vandamála. Svo ætla ég líka að eiga viðtöl við þá sem fengu gervifætur í fyrra, sjá og heyra hvernig hefur gengið hjá þeim." gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
„Það er erfitt að gera nokkrar áætlanir þar sem hernámsveldi stjórnar ferðum fólks og jafnvel duttlungar byssufólksins ráða," segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir, sem varð að hverfa frá landamærum Gasa-svæðisins í gær ásamt hópi Íslendinga, sem hugðust færa fötluðum íbúum þar gervifætur. Sveinn Rúnar var kominn til Galíleu þegar Fréttablaðið náði tali af honum og dvaldist hjá vinum sínum ekki langt frá Nasaret. Hinir í hópnum voru nýkomnir í loftið á leið til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem ferðinni var heitið áfram, ýmist til Íslands, Svíþjóðar eða Suður-Afríku. „Það er ekkert annað en hryllingur að þetta skuli hafa verið eyðilagt fyrir okkur," segir hann og líkir langri og flókinni baráttu hópsins við landamæraverði, herforingja og skriffinna ísraelska hersins við atburði úr skáldsögum eftir Kafka. Sú barátta hófst fyrir ári, í september árið 2009, þegar Sigrún Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri hóf bréfaskriftir við skrifstofu ísraelska hersins í Erez, en Erez er „hliðið að risafangelsinu á Gasaströnd og herinn stjórnar því hverjir fá að koma og fara. Að nafninu til, því yfir þeim vakir leyniþjónustan Shin Bet, sem skoðar hverja umsókn." Fjórum mánuðum síðar fékkst leyfi fyrir fimm manns að fara yfir til að smíða gervifætur á fólk, en áfram þurfti að bíða þangað til í maí eftir öðru leyfi til að fara með efnið í gervifæturna yfir landamærin. Hópurinn hafði ekki tök á því að fara fyrr en nú í september, en þá biðu hans frekari hindranir. „Í gærmorgun héldum við að allt væri komið á hreint og fórum á fætur klukkan hálfsex til að vera örugglega fyrstir að landamærunum, en þá voru bara fundnar upp nýjar reglur. Við vorum þarna allan daginn og ekkert gekk, en þá þurftu stoðtækjasmiðirnir að fara til síns heima. Þeir voru búnir að bíða í viku." Stoðtækjafræðingarnir eru samt fullir bjartsýni og stefna að því að fara fljótt aftur. „Þeir ákváðu að skilja efnið eftir í Tel Aviv þannig að þegar þeir koma aftur þá er efnið þó að minnsta kosti komið í gegn." Sjálfur ætlar Sveinn Rúnar að gera tilraun til að komast yfir á Gasa á morgun, einn síns liðs, og ætlar þá að hitta fólk sem hann hefur verið í samskiptum við. Hann hefur fengið vilyrði frá hernum um að komast yfir, en treystir þó engu fyrr en á reynir. „Ég ætla bæði sem læknir að halda áfram að fylgjast með þróun heilsugæslu og sjúkrahúsa þarna, ekki síst með tilliti til geðrænna vandamála. Svo ætla ég líka að eiga viðtöl við þá sem fengu gervifætur í fyrra, sjá og heyra hvernig hefur gengið hjá þeim." gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira