Viðskipti innlent

Þrjú á leið í Kauphöllina

dyr markaðarins Þrjú félög hafa opinberlega lýst yfir því að unnið sé að skráningu þeirra á hlutabréfamarkað. fréttablaðið/Stefán
dyr markaðarins Þrjú félög hafa opinberlega lýst yfir því að unnið sé að skráningu þeirra á hlutabréfamarkað. fréttablaðið/Stefán

Þrjú félög hafa þegar boðað opinberlega skráningu á hlutabréfamarkað á næstunni og þrjátíu félög skoðað þá möguleika sem felast í Kauphallarskráningu. Átta fyrirtæki munu í pípunum og geta íhugað að stíga skrefið inn í Kauphöll á næsta ári.

Félögin þrjú sem hafa boðað skráningu eru Hagar, móðurfélag Bónuss, Hagkaupa og fleiri verslana, sprotafyrirtækið Marorka og sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic Group.

Í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti í júní, var birtur listi yfir 21 félag sem talið var skráningarhæft. Þar á meðal voru Hagar og Icelandic Group, auk Sjóvár og Skeljungs. Búið er að selja Skeljung með manni og mús en lokaviðræður standa nú yfir á stórum hlut í Sjóvá.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×