Körfubolti

Iverson ætlar að tala tyrknesku eftir tímabilið - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Allen Iverson á leið í gegnum flugvallarbygginguna.
Allen Iverson á leið í gegnum flugvallarbygginguna. Mynd/AP
Allen Iverson er kominn til Tyrklands þar sem hann ætlar að spila körfubolta með Besiktas á þessu tímabili. Það hefur gripið um sig mikið Iverson-æði í Tyrklandi eins og sást vel þegar kappinn lenti á flugvellinum í Ístanbul í gær.

Iverson fær 4 milljónir dollara fyrir tveggja ára samning hjá Besiktas en það gera um 444 milljónir íslenskra króna. Fyrsti leikurinn hans verður á móti Oyak Renault 13. nóvember næstkomandi en það verður örugglega hart barist um þau 4500 sæti sem eru í boði í höllinni.

Iverson var sáttur með móttökurnar í Istabul. „Þeir voru frábærir. Það mikilvægasta af öllu er að fólk vilji fá mann og að það taki mér vel," sagði Iverson en það má sjá móttökurnar á flugvellinum með því að smella hér.

Iverson hefur lofað því að vera duglegur að umgangast aðdáendur sína á meðan hann er í Tyrklandi. „Áður en ég fer til baka þá ætla ég að vera búinn að læra að tala fullt af tyrknesku," sagði Iverson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×