Umfjöllun: Klúðri ársins afstýrt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2010 20:54 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Anton HK slapp heldur betur með skrekkinn í Vodafonehöllinni í kvöld þegar liðið var svo gott sem búið að kasta frá sér unnum leik. Lukkan var í liði með HK undir lokin og stigin tvö eru þeirra. Valsmenn voru algjörlega út á túni í fyrri hálfleik. Ævintýralega lélegir dugar ekki einu sinni til að lýsa því hvað Valsmenn voru slakir í hálfleiknum. Þeir lentu níu mörkum undir, 3-12, og svo aftur í stöðunni 7-16. Þrjú góð mörk hjá Arnóri Gunnarssyni undir lok fyrri hálfleiks gáfu Valsmönnum aftur á móti von. Þá von átti HK aldrei að gefa Valsmönnum en með réttu hefðu þeir átt að leiða með svona tólf mörkum í hálfleik. Þá hefði mátt slökkva ljósin og fara heim. Þess í stað mættu Valsmenn brjálaðir til seinni hálfleiks. HK hætti að sama skapi að spila sinn bolta og hleypti Valsmönnum inn í leikinn. Valur saxaði hratt á forskotið og jafnaði leikinn, 24-24, þegar um sjö mínútur voru eftir. Þá virtust HK-menn vera að brotna en Valsmenn gáfu að sama skapi eftir í stað þess að láta kné fylgja kviði. Spennan var rafmögnuð undir lokin. 25-25, mínúta eftir og HK með boltann. Valdimar var nálægt því að kasta frá sér boltanum HK hélt honum á ævintýralegan hátt. HK tókst svo næstum aftur að tapa boltanum en besti maður HK, Bjarki Már Elísson, náði einhvern veginn að koma tuðrunni í hendurnar á sér og fiska víti. Afar mikil lukka yfir þessari sókn. Valdimar skoraði úr vítinu og kom HK yfir. Valsmenn héldu í sókn en köstuðu boltanum út af. Ótrúlega klaufalegt. HK brunaði í hraðaupphlaup og skoraði lokamarkið rétt áður en leiktíminn var liðinn. HK slapp því með skrekkinn og var heppið að taka öll stigin. HK-ingar hefðu hæglega getað tapað leiknum sem hefði verið klúður ársins og ég efa að leikmenn hefðu sofið næstu daga hefðu þeir klúðrað þessum leik. Bjarki Már átti magnaðan leik hjá HK. Skoraði úr öllum sínum skotum. Sveinbjörn öflugur í markinu framan af en varði lítið í síðari hálfleik. Atli Ævar var sterkur á línunni. Arnór Þór skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir Val í kvöld. Innkoma þeirra Sigfúsar Sigurðssonar, Ólafs Sigurjónssonar, Gunnars Harðarssonar sem og markvarðarins Ingvars Guðmundssonar kom Val aftur á móti inn í leikinn. Það dugði þó ekki til að þessu sinni. Valur-HK 25-27 (10-16) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/2 (14/3), Elvar Friðriksson 4 (9), Ólafur Sigurjónsson 4 (6), Gunnar Harðarson 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 82), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Ingvar Árnason 1 (2), Ernir Hrafn Arnarson 1 (4). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (25/2) 48%, Hlynur Morthens 3 (17/3) 18%. Hraðaupphlaup: 4 (Sigfús 2, Gunnar, Ólafur). Fiskuð víti: 3 (Gunnar, Ólafur, Jón). Utan vallar: 6 mín. Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7 (7), Valdimar Þórsson 5/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 4 (4), Ragnar Hjaltested 4/3 (6/3), Bjarki Már Gunnarsson 2 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Sverrir Hermannsson 1 (7). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/1 (41/3) 39%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki Gun. 2, Bjarki Elís. 2, Vilhelm). Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Sverrir, Ólafur, Bjarki Elísson). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, áttu slakan dag. Ekkert samræmi og furðulegir dómar oft á tíðum. Olís-deild karla Mest lesið Man City fór létt með Liverpool Enski boltinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann Körfubolti Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Enski boltinn 24 ára írskur afreksknapi lést Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Englandi Sport Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Íslenski boltinn „Erum ekkert að fara slaka á“ Körfubolti „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Enski boltinn Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjá meira
HK slapp heldur betur með skrekkinn í Vodafonehöllinni í kvöld þegar liðið var svo gott sem búið að kasta frá sér unnum leik. Lukkan var í liði með HK undir lokin og stigin tvö eru þeirra. Valsmenn voru algjörlega út á túni í fyrri hálfleik. Ævintýralega lélegir dugar ekki einu sinni til að lýsa því hvað Valsmenn voru slakir í hálfleiknum. Þeir lentu níu mörkum undir, 3-12, og svo aftur í stöðunni 7-16. Þrjú góð mörk hjá Arnóri Gunnarssyni undir lok fyrri hálfleiks gáfu Valsmönnum aftur á móti von. Þá von átti HK aldrei að gefa Valsmönnum en með réttu hefðu þeir átt að leiða með svona tólf mörkum í hálfleik. Þá hefði mátt slökkva ljósin og fara heim. Þess í stað mættu Valsmenn brjálaðir til seinni hálfleiks. HK hætti að sama skapi að spila sinn bolta og hleypti Valsmönnum inn í leikinn. Valur saxaði hratt á forskotið og jafnaði leikinn, 24-24, þegar um sjö mínútur voru eftir. Þá virtust HK-menn vera að brotna en Valsmenn gáfu að sama skapi eftir í stað þess að láta kné fylgja kviði. Spennan var rafmögnuð undir lokin. 25-25, mínúta eftir og HK með boltann. Valdimar var nálægt því að kasta frá sér boltanum HK hélt honum á ævintýralegan hátt. HK tókst svo næstum aftur að tapa boltanum en besti maður HK, Bjarki Már Elísson, náði einhvern veginn að koma tuðrunni í hendurnar á sér og fiska víti. Afar mikil lukka yfir þessari sókn. Valdimar skoraði úr vítinu og kom HK yfir. Valsmenn héldu í sókn en köstuðu boltanum út af. Ótrúlega klaufalegt. HK brunaði í hraðaupphlaup og skoraði lokamarkið rétt áður en leiktíminn var liðinn. HK slapp því með skrekkinn og var heppið að taka öll stigin. HK-ingar hefðu hæglega getað tapað leiknum sem hefði verið klúður ársins og ég efa að leikmenn hefðu sofið næstu daga hefðu þeir klúðrað þessum leik. Bjarki Már átti magnaðan leik hjá HK. Skoraði úr öllum sínum skotum. Sveinbjörn öflugur í markinu framan af en varði lítið í síðari hálfleik. Atli Ævar var sterkur á línunni. Arnór Þór skoraði mörg mikilvæg mörk fyrir Val í kvöld. Innkoma þeirra Sigfúsar Sigurðssonar, Ólafs Sigurjónssonar, Gunnars Harðarssonar sem og markvarðarins Ingvars Guðmundssonar kom Val aftur á móti inn í leikinn. Það dugði þó ekki til að þessu sinni. Valur-HK 25-27 (10-16) Mörk Vals (skot): Arnór Þór Gunnarsson 7/2 (14/3), Elvar Friðriksson 4 (9), Ólafur Sigurjónsson 4 (6), Gunnar Harðarson 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Sigfús Sigurðsson 2 82), Jón Björgvin Pétursson 1 (3), Ingvar Árnason 1 (2), Ernir Hrafn Arnarson 1 (4). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (25/2) 48%, Hlynur Morthens 3 (17/3) 18%. Hraðaupphlaup: 4 (Sigfús 2, Gunnar, Ólafur). Fiskuð víti: 3 (Gunnar, Ólafur, Jón). Utan vallar: 6 mín. Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7 (7), Valdimar Þórsson 5/2 (13/2), Atli Ævar Ingólfsson 4 (4), Ragnar Hjaltested 4/3 (6/3), Bjarki Már Gunnarsson 2 (3), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Sverrir Hermannsson 1 (7). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/1 (41/3) 39%. Hraðaupphlaup: 5 (Bjarki Gun. 2, Bjarki Elís. 2, Vilhelm). Fiskuð víti: 5 (Atli 2, Sverrir, Ólafur, Bjarki Elísson). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, áttu slakan dag. Ekkert samræmi og furðulegir dómar oft á tíðum.
Olís-deild karla Mest lesið Man City fór létt með Liverpool Enski boltinn Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann Körfubolti Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Enski boltinn 24 ára írskur afreksknapi lést Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Englandi Sport Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Íslenski boltinn „Erum ekkert að fara slaka á“ Körfubolti „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Enski boltinn Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Fleiri fréttir Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjá meira