Prófessor líkir Grikklandi við Lehman 18. maí 2010 00:01 Rætt um skuldavanda Snarpur niðurskurður á fjárlagahalla gríska ríkisins verður stjórnvöldum ofviða, segir Niall Ferguson, sem hér situr lengst til vinstri. Fréttablaðið/AFP Efnahagsvandi Grikkja, Portúgals og Spánar mun ganga af evrunni dauðri. Þetta segir breski hagsöguprófessorinn Niall Ferguson í grein í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek. Ferguson, sem síðustu vikur hefur boðað dauða myntsamstarfsins, líkir Grikklandi við bandaríska fjárfestingarbankann Lehmans Brothers, en fall hans um miðjan september 2008 hratt fjármálakreppunni af stað af fullum þunga. Ferguson bendir á að margir evrópskir viðskiptavinir bankans hafi lánað þeim grísku um 160 milljarða evra, jafnvirði rúmra 25 þúsund milljarða króna, auk þess sem bankar í Búlgaríu og Rúmeníu reiði sig á endurfjármögnun frá Grikklandi. Þrátt fyrir 110 milljarða evra lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu mun snarpur og sársaukafullur niðurskurður á fjárlögum gríska ríkisins verða hinu opinbera ofviða og landið lenda í óumflýjanlegu greiðsluþroti, að sögn Fergusons. Greiðslufall Grikkja mun svo hafa alvarlegar keðjuverkandi afleiðingar í för með sér, svo sem á Ítalíu og í Belgíu, að sögn Fergusons, sem bendir á að áhrifanna gæti nú þegar. Gengi evrunnar hafði í gær ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í fjögur ár. „Ef þetta heldur áfram er aðeins ein leið í boði fyrir evruna, niður," segir hann. - jab Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Efnahagsvandi Grikkja, Portúgals og Spánar mun ganga af evrunni dauðri. Þetta segir breski hagsöguprófessorinn Niall Ferguson í grein í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek. Ferguson, sem síðustu vikur hefur boðað dauða myntsamstarfsins, líkir Grikklandi við bandaríska fjárfestingarbankann Lehmans Brothers, en fall hans um miðjan september 2008 hratt fjármálakreppunni af stað af fullum þunga. Ferguson bendir á að margir evrópskir viðskiptavinir bankans hafi lánað þeim grísku um 160 milljarða evra, jafnvirði rúmra 25 þúsund milljarða króna, auk þess sem bankar í Búlgaríu og Rúmeníu reiði sig á endurfjármögnun frá Grikklandi. Þrátt fyrir 110 milljarða evra lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu mun snarpur og sársaukafullur niðurskurður á fjárlögum gríska ríkisins verða hinu opinbera ofviða og landið lenda í óumflýjanlegu greiðsluþroti, að sögn Fergusons. Greiðslufall Grikkja mun svo hafa alvarlegar keðjuverkandi afleiðingar í för með sér, svo sem á Ítalíu og í Belgíu, að sögn Fergusons, sem bendir á að áhrifanna gæti nú þegar. Gengi evrunnar hafði í gær ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í fjögur ár. „Ef þetta heldur áfram er aðeins ein leið í boði fyrir evruna, niður," segir hann. - jab
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira