Prófessor líkir Grikklandi við Lehman 18. maí 2010 00:01 Rætt um skuldavanda Snarpur niðurskurður á fjárlagahalla gríska ríkisins verður stjórnvöldum ofviða, segir Niall Ferguson, sem hér situr lengst til vinstri. Fréttablaðið/AFP Efnahagsvandi Grikkja, Portúgals og Spánar mun ganga af evrunni dauðri. Þetta segir breski hagsöguprófessorinn Niall Ferguson í grein í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek. Ferguson, sem síðustu vikur hefur boðað dauða myntsamstarfsins, líkir Grikklandi við bandaríska fjárfestingarbankann Lehmans Brothers, en fall hans um miðjan september 2008 hratt fjármálakreppunni af stað af fullum þunga. Ferguson bendir á að margir evrópskir viðskiptavinir bankans hafi lánað þeim grísku um 160 milljarða evra, jafnvirði rúmra 25 þúsund milljarða króna, auk þess sem bankar í Búlgaríu og Rúmeníu reiði sig á endurfjármögnun frá Grikklandi. Þrátt fyrir 110 milljarða evra lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu mun snarpur og sársaukafullur niðurskurður á fjárlögum gríska ríkisins verða hinu opinbera ofviða og landið lenda í óumflýjanlegu greiðsluþroti, að sögn Fergusons. Greiðslufall Grikkja mun svo hafa alvarlegar keðjuverkandi afleiðingar í för með sér, svo sem á Ítalíu og í Belgíu, að sögn Fergusons, sem bendir á að áhrifanna gæti nú þegar. Gengi evrunnar hafði í gær ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í fjögur ár. „Ef þetta heldur áfram er aðeins ein leið í boði fyrir evruna, niður," segir hann. - jab Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Efnahagsvandi Grikkja, Portúgals og Spánar mun ganga af evrunni dauðri. Þetta segir breski hagsöguprófessorinn Niall Ferguson í grein í nýjasta hefti vikuritsins Newsweek. Ferguson, sem síðustu vikur hefur boðað dauða myntsamstarfsins, líkir Grikklandi við bandaríska fjárfestingarbankann Lehmans Brothers, en fall hans um miðjan september 2008 hratt fjármálakreppunni af stað af fullum þunga. Ferguson bendir á að margir evrópskir viðskiptavinir bankans hafi lánað þeim grísku um 160 milljarða evra, jafnvirði rúmra 25 þúsund milljarða króna, auk þess sem bankar í Búlgaríu og Rúmeníu reiði sig á endurfjármögnun frá Grikklandi. Þrátt fyrir 110 milljarða evra lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu mun snarpur og sársaukafullur niðurskurður á fjárlögum gríska ríkisins verða hinu opinbera ofviða og landið lenda í óumflýjanlegu greiðsluþroti, að sögn Fergusons. Greiðslufall Grikkja mun svo hafa alvarlegar keðjuverkandi afleiðingar í för með sér, svo sem á Ítalíu og í Belgíu, að sögn Fergusons, sem bendir á að áhrifanna gæti nú þegar. Gengi evrunnar hafði í gær ekki verið lægra gagnvart Bandaríkjadal í fjögur ár. „Ef þetta heldur áfram er aðeins ein leið í boði fyrir evruna, niður," segir hann. - jab
Efnahagsmál Fréttir Innlent Mest lesið Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira