Körfubolti

Stórt tap hjá Helga og félögum - 1-2 undir á móti Norrköping

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Már Magnússon.
Helgi Már Magnússon. Mynd/Anton
Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni sænska úrvalsdeildarinnar eftir 33 stiga tap á útivelli, 105-72, á móti Norrköping í kvöld. Norrköping er þar með komið í 2-1 í einvíginu og vantar bara einn sigur til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin.

Helgi Már var með 6 stig og 1 frákast á þeim tæpu 22 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Norrkoping var 27-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með 18 stiga forskot í hálfleik, 59-41.

Norrköping vann fyrsta leikinn í einvíginu 86-62 á heimavelli en Solna jafnaði einvígið með níu stiga sigri á heimavelli, 85-76. Fjórði leikurinn fer fram á heimavelli Solna á föstudaginn og þann leik verða Helgi og félagar að vinna ætli þeir sér ekki að sleppa við snemmbúið sumarfrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×