Arnaldur: Næstum sjö milljónir seldar 9. nóvember 2010 08:00 Arnaldur Indriðason er skriðinn yfir Sigur Rós; fjórmenningarnir hafa selt í kringum sex milljónir eintaka á meðan Arnaldur nálgast óðfluga sjö milljón markið. Arnaldur Indriðason hefur nú selt næstum því sjö milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu, samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki hans hér á landi, Vöku Helgafell. Það þýðir að hann hefur tekið fram úr strákunum í Sigur Rós; hefur selt fleiri eintök af bókum sínum en fjórmenningarnir hafa selt af plötum sínum. Arnaldur á þó langt í land með að ná Björk Guðmundsdóttur. Sala á bókum Arnaldar hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár úti í heimi. Hann hefur til að mynda selt rúma milljón eintaka á árunum 2009-2010. Sigur Rós hefur selt plötur í rúmlega sex milljónum eintaka samkvæmt upplýsingum frá Kára Sturlusyni, umboðsmanni hljómsveitarinnar hér á landi, en Björk Guðmundsdóttur verður erfitt að velta úr sessi á þessum vettvangi; hún hefur selt í kringum 17 milljónir platna á sínum sólóferli samkvæmt upplýsingum hjá útgefanda hennar hér á landi, Ásmundi Jónssyni. Arnaldur kom næstum af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þessar tölur undir hann. En ekki alveg þó. „Ísland hefur auðvitað verið mikið í umræðunni og það hefur kannski smitast út í listirnar, það er allavega mikill áhugi á bókunum víða um Evrópu." Arnaldur er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á að bankahrun og eldgos, sem vissulega hafa vakið athygli á Íslandi, leiki jafnstórt hlutverk og sumir vilja meina. „Ég veit ekki hvort gengi minna bóka í Frakklandi og víðar er bein afleiðing af hruninu, maður finnur hins vegar alltaf áhuga á íslenskum bókum þegar maður kemur.“ Bækur Arnaldar eru orðnar fjórtán talsins en sú nýjasta, Furðustrandir, kom út 1. nóvember eins og venja er. Þar snýr Erlendur Sveinsson, rannsóknarlögreglumaðurinn skeleggi, aftur eftir að hafa verið utan hringiðunnar í síðustu tveimur bókum. Arnaldur er ekki í vafa um að Erlendur sé lykillinn að vinsældunum. „Hann virðist auðþýðanlegur," segir Arnaldur en aðeins ein bíómynd hefur verið gerð eftir bók Arnaldar: Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Arnaldur segist hafa fengið fyrirspurnir frá erlendum framleiðendum um að gera sjónvarpsþætti eftir bókunum sínum en hann segist aldrei hafa verið spenntur fyrir slíkum tilboðum. „Kvikmynd eftir Grafarþögn er næsta mál á dagskrá og vonandi fer hún í tökur á næsta ári," segir Arnaldur en það er Baltasar sem á réttinn að henni.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Arnaldur Indriðason hefur nú selt næstum því sjö milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu, samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki hans hér á landi, Vöku Helgafell. Það þýðir að hann hefur tekið fram úr strákunum í Sigur Rós; hefur selt fleiri eintök af bókum sínum en fjórmenningarnir hafa selt af plötum sínum. Arnaldur á þó langt í land með að ná Björk Guðmundsdóttur. Sala á bókum Arnaldar hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár úti í heimi. Hann hefur til að mynda selt rúma milljón eintaka á árunum 2009-2010. Sigur Rós hefur selt plötur í rúmlega sex milljónum eintaka samkvæmt upplýsingum frá Kára Sturlusyni, umboðsmanni hljómsveitarinnar hér á landi, en Björk Guðmundsdóttur verður erfitt að velta úr sessi á þessum vettvangi; hún hefur selt í kringum 17 milljónir platna á sínum sólóferli samkvæmt upplýsingum hjá útgefanda hennar hér á landi, Ásmundi Jónssyni. Arnaldur kom næstum af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þessar tölur undir hann. En ekki alveg þó. „Ísland hefur auðvitað verið mikið í umræðunni og það hefur kannski smitast út í listirnar, það er allavega mikill áhugi á bókunum víða um Evrópu." Arnaldur er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á að bankahrun og eldgos, sem vissulega hafa vakið athygli á Íslandi, leiki jafnstórt hlutverk og sumir vilja meina. „Ég veit ekki hvort gengi minna bóka í Frakklandi og víðar er bein afleiðing af hruninu, maður finnur hins vegar alltaf áhuga á íslenskum bókum þegar maður kemur.“ Bækur Arnaldar eru orðnar fjórtán talsins en sú nýjasta, Furðustrandir, kom út 1. nóvember eins og venja er. Þar snýr Erlendur Sveinsson, rannsóknarlögreglumaðurinn skeleggi, aftur eftir að hafa verið utan hringiðunnar í síðustu tveimur bókum. Arnaldur er ekki í vafa um að Erlendur sé lykillinn að vinsældunum. „Hann virðist auðþýðanlegur," segir Arnaldur en aðeins ein bíómynd hefur verið gerð eftir bók Arnaldar: Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Arnaldur segist hafa fengið fyrirspurnir frá erlendum framleiðendum um að gera sjónvarpsþætti eftir bókunum sínum en hann segist aldrei hafa verið spenntur fyrir slíkum tilboðum. „Kvikmynd eftir Grafarþögn er næsta mál á dagskrá og vonandi fer hún í tökur á næsta ári," segir Arnaldur en það er Baltasar sem á réttinn að henni.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira