Arnaldur: Næstum sjö milljónir seldar 9. nóvember 2010 08:00 Arnaldur Indriðason er skriðinn yfir Sigur Rós; fjórmenningarnir hafa selt í kringum sex milljónir eintaka á meðan Arnaldur nálgast óðfluga sjö milljón markið. Arnaldur Indriðason hefur nú selt næstum því sjö milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu, samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki hans hér á landi, Vöku Helgafell. Það þýðir að hann hefur tekið fram úr strákunum í Sigur Rós; hefur selt fleiri eintök af bókum sínum en fjórmenningarnir hafa selt af plötum sínum. Arnaldur á þó langt í land með að ná Björk Guðmundsdóttur. Sala á bókum Arnaldar hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár úti í heimi. Hann hefur til að mynda selt rúma milljón eintaka á árunum 2009-2010. Sigur Rós hefur selt plötur í rúmlega sex milljónum eintaka samkvæmt upplýsingum frá Kára Sturlusyni, umboðsmanni hljómsveitarinnar hér á landi, en Björk Guðmundsdóttur verður erfitt að velta úr sessi á þessum vettvangi; hún hefur selt í kringum 17 milljónir platna á sínum sólóferli samkvæmt upplýsingum hjá útgefanda hennar hér á landi, Ásmundi Jónssyni. Arnaldur kom næstum af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þessar tölur undir hann. En ekki alveg þó. „Ísland hefur auðvitað verið mikið í umræðunni og það hefur kannski smitast út í listirnar, það er allavega mikill áhugi á bókunum víða um Evrópu." Arnaldur er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á að bankahrun og eldgos, sem vissulega hafa vakið athygli á Íslandi, leiki jafnstórt hlutverk og sumir vilja meina. „Ég veit ekki hvort gengi minna bóka í Frakklandi og víðar er bein afleiðing af hruninu, maður finnur hins vegar alltaf áhuga á íslenskum bókum þegar maður kemur.“ Bækur Arnaldar eru orðnar fjórtán talsins en sú nýjasta, Furðustrandir, kom út 1. nóvember eins og venja er. Þar snýr Erlendur Sveinsson, rannsóknarlögreglumaðurinn skeleggi, aftur eftir að hafa verið utan hringiðunnar í síðustu tveimur bókum. Arnaldur er ekki í vafa um að Erlendur sé lykillinn að vinsældunum. „Hann virðist auðþýðanlegur," segir Arnaldur en aðeins ein bíómynd hefur verið gerð eftir bók Arnaldar: Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Arnaldur segist hafa fengið fyrirspurnir frá erlendum framleiðendum um að gera sjónvarpsþætti eftir bókunum sínum en hann segist aldrei hafa verið spenntur fyrir slíkum tilboðum. „Kvikmynd eftir Grafarþögn er næsta mál á dagskrá og vonandi fer hún í tökur á næsta ári," segir Arnaldur en það er Baltasar sem á réttinn að henni.freyrgigja@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Arnaldur Indriðason hefur nú selt næstum því sjö milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu, samkvæmt upplýsingum frá útgáfufyrirtæki hans hér á landi, Vöku Helgafell. Það þýðir að hann hefur tekið fram úr strákunum í Sigur Rós; hefur selt fleiri eintök af bókum sínum en fjórmenningarnir hafa selt af plötum sínum. Arnaldur á þó langt í land með að ná Björk Guðmundsdóttur. Sala á bókum Arnaldar hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár úti í heimi. Hann hefur til að mynda selt rúma milljón eintaka á árunum 2009-2010. Sigur Rós hefur selt plötur í rúmlega sex milljónum eintaka samkvæmt upplýsingum frá Kára Sturlusyni, umboðsmanni hljómsveitarinnar hér á landi, en Björk Guðmundsdóttur verður erfitt að velta úr sessi á þessum vettvangi; hún hefur selt í kringum 17 milljónir platna á sínum sólóferli samkvæmt upplýsingum hjá útgefanda hennar hér á landi, Ásmundi Jónssyni. Arnaldur kom næstum af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þessar tölur undir hann. En ekki alveg þó. „Ísland hefur auðvitað verið mikið í umræðunni og það hefur kannski smitast út í listirnar, það er allavega mikill áhugi á bókunum víða um Evrópu." Arnaldur er hins vegar ekki reiðubúinn til að kvitta upp á að bankahrun og eldgos, sem vissulega hafa vakið athygli á Íslandi, leiki jafnstórt hlutverk og sumir vilja meina. „Ég veit ekki hvort gengi minna bóka í Frakklandi og víðar er bein afleiðing af hruninu, maður finnur hins vegar alltaf áhuga á íslenskum bókum þegar maður kemur.“ Bækur Arnaldar eru orðnar fjórtán talsins en sú nýjasta, Furðustrandir, kom út 1. nóvember eins og venja er. Þar snýr Erlendur Sveinsson, rannsóknarlögreglumaðurinn skeleggi, aftur eftir að hafa verið utan hringiðunnar í síðustu tveimur bókum. Arnaldur er ekki í vafa um að Erlendur sé lykillinn að vinsældunum. „Hann virðist auðþýðanlegur," segir Arnaldur en aðeins ein bíómynd hefur verið gerð eftir bók Arnaldar: Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Arnaldur segist hafa fengið fyrirspurnir frá erlendum framleiðendum um að gera sjónvarpsþætti eftir bókunum sínum en hann segist aldrei hafa verið spenntur fyrir slíkum tilboðum. „Kvikmynd eftir Grafarþögn er næsta mál á dagskrá og vonandi fer hún í tökur á næsta ári," segir Arnaldur en það er Baltasar sem á réttinn að henni.freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira