Handbolti

Oddur: Leikgleðina skorti hjá okkur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Rúnar Sigtrygsson, þjálfari Akureyrar, var ekki sáttur með sína menn í kvöld.
Rúnar Sigtrygsson, þjálfari Akureyrar, var ekki sáttur með sína menn í kvöld.
Oddur Gretarsson var markahæstur Akureyringa í kvöld í tapleiknum gegn Fram. Hann viðurkennir að liðið hafi verið alveg jafn lélegt og gegn Gróttu um síðustu helgi í leik sem liðið tapaði einnig.

„Þetta var slakur leikur af okkar hálfu. Það var engin leikgleði, hana vantaði alveg. Við náðum aldrei taktinum í þessum hröðu sóknum okkar og þetta var bara alveg dautt. Þeir voru að ná fleiri fráköstum og þetta datt oft vel fyrir þá. Það skiptir máli að berjast fyrir öllum boltum og þeir gerðu það vel núna."

Þetta var álíka slappt og gegn Gróttu. Við þurfum bara að vinna í okkar málum núna. Við þurfum að spila vel á móti Val í næsta leik og halda haus. Við þurfum lífsnauðsynlega að vinna þann leik ef við ætlum ekki að missa af sæti í úrslitakeppninni," sagði Oddur.

„Deildin er mjög jöfn og við erum að sjá ótrúlegustu úrslit. Það eru allir að vinna alla. Við skoðum okkar mál núna og tökum okkur saman í andlitinu," sagði Oddur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×