Fjórum leikjum er lokið í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla en lítið var um óvænt tíðindi í leikjunum.
Stjarnan, KR, Víkingur frá Ólafsvík og Þróttur eru komin áfram en viðureign Víkings og Vals hófst klukkan 20.
KR lenti undir í Grafarvoginum þökk sé marki Péturs Markan á 49. mínútu. Þeir Baldur Sigurðsson og Björgólfur Takefusa tryggðu KR sigurinn með mörkum á 63. og 75. mínútu.
Stjarnan vann 2-0 sigur á BÍ/Bolungarvík fyrir vestan og í slag 1. deildarliðanna Þróttar og ÍA hafði fyrrnefnda liðið betur, 1-0.
Þá gerði Víkingur frá Ólafsvík, sem leikur í 2. deildinni, sér lítið fyrir og vann 3-2 sigur á 1. deildarliði Fjarðabyggðar.
16-liða úrslitunum lýkur með þremur leikjum á morgun.