Umfjöllun: HK-sigur á Akureyri fleytti liðinu í úrslitakeppnina Hjalti Þór Hreinsson skrifar 5. apríl 2010 22:04 Gunnar Magnússon hefur náð frábærum árangri með HK. Fréttablaðið Þar sem Valur vann FH í N1-deild karla í handbolta í kvöld var ljóst að liðið sem vann á Akureyri kæmist í úrslitakeppnina og það var hlutskipti HK. Kópavogsbúar voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og unnu sanngjarnan 22-24 sigur. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, setti sjálfan sig í leikmannahópinn á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu á tímabilinu. Hörður Fannar Sigþórsson var meiddur og því fyllti Rúnar í skarðið. Hann kom inn á undir lokin og stóð fyrir sínu. Akureyri hafði tapað þremur leikjum í röð og breytti útaf sinni hefðbundu 6-0 vörn í byrjun í 5+1 vörn þar sem Valdimar Fannar Þórsson var tekinn úr umferð. Það gekk ágætlega en vörn Akureyrar var ekki slæm, en þó ekki mikið betri en það. Hörður Flóki varði ágætlega fyrir aftan hana, níu skot í fyrri hálfleik. Tveir Akureyringar í lið HK voru atkvæðamiklir í byrjun, Sveinbjörn varði frábærlega og Atli Ævar Ingólfsson skoraði fyrstu fjögur mörk HK. Í stöðunni 1-5 tók Akureyri leikhlé. Sveinbjörn varði alls 19 skot í fyrri hálfleik, þar af fimmtán á fyrstu fimmtán mínútunum. Samt náði HK ekki afgerandi forystu. Ótrúlegar tölur hjá Sveinbirni og án þess að gera lítið úr þessari 68% markvörslu í fyrri hálfleik voru mörg skot Akureyringa ævintýralega slök. Bæði lið gerðu mörg fáránleg mistök, hentu boltanum frá sér ítrekað til að mynda. Niðurstaðan var leiðinlegur hálfleikur þar sem Sveinbjörn og markvarsla hans stóðu upp úr. Engin brottvísun var í fyrri hálfleiknum. Staðan 9-13 í hálfleik. Akureyri byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Seinni hálfleikur var æsispennandi eftir það og tveimur mörkum munaði mest á liðunum. HK var alltaf í forystunni og Akureyringum gekk erfiðlega að jafna. Það tókst loks þegar átta mínútur voru eftir og staðan 20-20. Gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Agaður sóknarleikur þeirra var lykillinn að sigrinum undir lokin þegar vörn liðsins slakaði á. HK-ingar spiluðu mjög skynsamlega í sókninni og töfðu leikinn mjög vel. Niðurstaðan góður sigur HK, 22-24. Sveinbjörn var eðlilega besti maður þeirra en Atli Ævar Ingólfsson og Bjarki Már Gunnarsson leiddu sóknina frábærlega. Hjá Akureyri stóð enginn upp úr, Oddur átti ágætan leik og Hörður Flóki líka. Liðið saknaði lykilmanna sinna í leiknum, Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason voru báðir slakir í kvöld. Akureyri þarf nú að vinna Hauka á Ásvöllum í lokaumferðinni. Þeir eru þó enn með hlutina í sínum höndum, þrátt fyrir allt. Ef HK vinnur FH kemst liðið einnig áfram.Akureyri-HK 22-24 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/4 (14), Árni Þór Sigtryggsson 5 (16), Guðmundur H. Helgason 3 (8), Halldór Logi Árnason 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Jónatan Magnússon 1 (4), Heimir Örn Árnason 0 (6), Andri Snær Stefánsson 0 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (44) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Guðmundur 2, Guðlaugur 2, Oddur).Fiskuð víti: 4 (Árni, Oddur, Hreinn, Andri).Utan vallar: 4 mín.Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 7 (9), Bjarki Már Gunnarsson 6 (10), Bjarki Már Elísson 3/2 (4), Valdimar Þórsson 3 (10), Ragnar Hjaltested 2 (4), Sverrir Hermannsson 2 (12), Hákon Hermannsson Bridde 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 0 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 26 (48) 54%Hraðaupphlaup: 1 (Ragnar).Fiskuð víti: 2 (Valdimar, Atli).Utan vallar: 4 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson. Frábærir lengst af, misstu aðeins tökin í lokin. Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Þar sem Valur vann FH í N1-deild karla í handbolta í kvöld var ljóst að liðið sem vann á Akureyri kæmist í úrslitakeppnina og það var hlutskipti HK. Kópavogsbúar voru sterkari aðilinn í leiknum í kvöld og unnu sanngjarnan 22-24 sigur. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, setti sjálfan sig í leikmannahópinn á nýjan leik en hann hefur ekkert spilað með liðinu á tímabilinu. Hörður Fannar Sigþórsson var meiddur og því fyllti Rúnar í skarðið. Hann kom inn á undir lokin og stóð fyrir sínu. Akureyri hafði tapað þremur leikjum í röð og breytti útaf sinni hefðbundu 6-0 vörn í byrjun í 5+1 vörn þar sem Valdimar Fannar Þórsson var tekinn úr umferð. Það gekk ágætlega en vörn Akureyrar var ekki slæm, en þó ekki mikið betri en það. Hörður Flóki varði ágætlega fyrir aftan hana, níu skot í fyrri hálfleik. Tveir Akureyringar í lið HK voru atkvæðamiklir í byrjun, Sveinbjörn varði frábærlega og Atli Ævar Ingólfsson skoraði fyrstu fjögur mörk HK. Í stöðunni 1-5 tók Akureyri leikhlé. Sveinbjörn varði alls 19 skot í fyrri hálfleik, þar af fimmtán á fyrstu fimmtán mínútunum. Samt náði HK ekki afgerandi forystu. Ótrúlegar tölur hjá Sveinbirni og án þess að gera lítið úr þessari 68% markvörslu í fyrri hálfleik voru mörg skot Akureyringa ævintýralega slök. Bæði lið gerðu mörg fáránleg mistök, hentu boltanum frá sér ítrekað til að mynda. Niðurstaðan var leiðinlegur hálfleikur þar sem Sveinbjörn og markvarsla hans stóðu upp úr. Engin brottvísun var í fyrri hálfleiknum. Staðan 9-13 í hálfleik. Akureyri byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og skoraði þrjú fyrstu mörkin. Seinni hálfleikur var æsispennandi eftir það og tveimur mörkum munaði mest á liðunum. HK var alltaf í forystunni og Akureyringum gekk erfiðlega að jafna. Það tókst loks þegar átta mínútur voru eftir og staðan 20-20. Gestirnir voru sterkari á lokasprettinum. Agaður sóknarleikur þeirra var lykillinn að sigrinum undir lokin þegar vörn liðsins slakaði á. HK-ingar spiluðu mjög skynsamlega í sókninni og töfðu leikinn mjög vel. Niðurstaðan góður sigur HK, 22-24. Sveinbjörn var eðlilega besti maður þeirra en Atli Ævar Ingólfsson og Bjarki Már Gunnarsson leiddu sóknina frábærlega. Hjá Akureyri stóð enginn upp úr, Oddur átti ágætan leik og Hörður Flóki líka. Liðið saknaði lykilmanna sinna í leiknum, Jónatan Magnússon og Heimir Örn Árnason voru báðir slakir í kvöld. Akureyri þarf nú að vinna Hauka á Ásvöllum í lokaumferðinni. Þeir eru þó enn með hlutina í sínum höndum, þrátt fyrir allt. Ef HK vinnur FH kemst liðið einnig áfram.Akureyri-HK 22-24 (9-13)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 9/4 (14), Árni Þór Sigtryggsson 5 (16), Guðmundur H. Helgason 3 (8), Halldór Logi Árnason 2 (2), Guðlaugur Arnarsson 2 (2), Jónatan Magnússon 1 (4), Heimir Örn Árnason 0 (6), Andri Snær Stefánsson 0 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17 (44) 41%.Hraðaupphlaup: 5 (Guðmundur 2, Guðlaugur 2, Oddur).Fiskuð víti: 4 (Árni, Oddur, Hreinn, Andri).Utan vallar: 4 mín.Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 7 (9), Bjarki Már Gunnarsson 6 (10), Bjarki Már Elísson 3/2 (4), Valdimar Þórsson 3 (10), Ragnar Hjaltested 2 (4), Sverrir Hermannsson 2 (12), Hákon Hermannsson Bridde 1 (1), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 0 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 26 (48) 54%Hraðaupphlaup: 1 (Ragnar).Fiskuð víti: 2 (Valdimar, Atli).Utan vallar: 4 mín.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverrisson. Frábærir lengst af, misstu aðeins tökin í lokin.
Olís-deild karla Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira