Viðskipti innlent

Tekjur GM aukast á milli ára

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hagnaðist um tvo milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 224 milljarða króna, fyrir skatta og gjöld á þriðja ársfjórðungi.

Tekjur námu 34,1 milljarði dala á fjórðungnum, sem er 35,4 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Góð bílasala í Bandaríkjunum skýrir bata fyrirtækisins að miklu leyti, samkvæmt uppgjöri fyrirtækisins. Lítillega dró úr sölu í öðrum löndum. Þessu til viðbótar jókst bílasala um þrettán prósent þar í landi í október miðað við sama tíma í fyrra.

Aðrir bílaframleiðendur hafa sömuleiðis selt fleiri bíla upp á síðkastið en í fyrra, að því er fram kemur í netútgáfu tímaritsins Forbes. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×