Ölmusupólitík og aumingjavæðing 4. desember 2010 04:15 Að mati Margrétar Tryggvadóttur, þingflokksformanns Hreyfingarinnar, hefði þurft að setja margfalt hærri upphæð í endurgreiðslu vaxta. Fréttablaðið/Valli „Mér finnst ekki margt nýtt í þessu," segir Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, um aðgerðir þær sem kynntar voru vegna skuldavanda heimilanna í gær. „Þessi 110 prósenta leið hefur til þessa verið í boði í öllum starfandi bönkum," bætir hún við. Margét segist þó telja að endurgreiðslur á vöxtum sé í raun mjög góð leið. „En það er ekki nóg að gera þetta bara í tvö ár og fyrir tiltölulega lágar upphæðir," segir hún og telur að tvö til þrjú hundruð þúsund króna ábati á ári breyti litlu fyrir þá sem illa eru staddir. „Þetta eru þá 15 til 20 þúsund krónur á mánuði og munar ekki mikið um það ef fólk á annað borð nær ekki endum saman," segir hún og bendir á að þá sé miðað við hámarksendurgreiðslur. „Flestir eru að fá kannski átta til tíu þúsund á mánuði." Margrét bætir við að henni líki heldur ekki sú nálgun sem farin sé í að aðstoða þá sem eru í skuldavanda. „Þetta er svona ölmusupólitík. Það eru allir gerðir að bótaþegum, í staðinn fyrir að viðurkenna að hér hafi orðið hrun og forsendubrestur sem þurfi að leiðrétta og koma á einhverju réttlæti. Þess í stað eru allir aumingjavæddir." Auk þess segir Margrét stóran galla að einungis sé horft til skulda vegna húsnæðis, aðrar skuldir sem undanskildar séu nemi 700 milljörðum króna. „Oft eru það aðrar lausaskuldir sem eru að sliga heimilin." Fréttir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
„Mér finnst ekki margt nýtt í þessu," segir Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, um aðgerðir þær sem kynntar voru vegna skuldavanda heimilanna í gær. „Þessi 110 prósenta leið hefur til þessa verið í boði í öllum starfandi bönkum," bætir hún við. Margét segist þó telja að endurgreiðslur á vöxtum sé í raun mjög góð leið. „En það er ekki nóg að gera þetta bara í tvö ár og fyrir tiltölulega lágar upphæðir," segir hún og telur að tvö til þrjú hundruð þúsund króna ábati á ári breyti litlu fyrir þá sem illa eru staddir. „Þetta eru þá 15 til 20 þúsund krónur á mánuði og munar ekki mikið um það ef fólk á annað borð nær ekki endum saman," segir hún og bendir á að þá sé miðað við hámarksendurgreiðslur. „Flestir eru að fá kannski átta til tíu þúsund á mánuði." Margrét bætir við að henni líki heldur ekki sú nálgun sem farin sé í að aðstoða þá sem eru í skuldavanda. „Þetta er svona ölmusupólitík. Það eru allir gerðir að bótaþegum, í staðinn fyrir að viðurkenna að hér hafi orðið hrun og forsendubrestur sem þurfi að leiðrétta og koma á einhverju réttlæti. Þess í stað eru allir aumingjavæddir." Auk þess segir Margrét stóran galla að einungis sé horft til skulda vegna húsnæðis, aðrar skuldir sem undanskildar séu nemi 700 milljörðum króna. „Oft eru það aðrar lausaskuldir sem eru að sliga heimilin."
Fréttir Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira