AGS: Fleira rætt en efnahagsáætlunin 30. september 2010 04:30 Franek Rozwadowski „Þessari endurskoðun var lokið á áætlun og við gerum ráð fyrir að halda áætlun í framvindu efnahagsáætlunarinnar," segir Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Hann segir samþykkt endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS í stjórn sjóðsins sýna að Ísland sé enn á batavegi. „Í grunninn hefur árangurinn verið tilkomumikill, hann endurspeglar öfluga stefnumörkun og sveigjanleika í að bregðast við breyttum aðstæðum. Verðbólga er á niðurleið og útlit fyrir að hagvöxtur taki við sér á ný þrátt fyrir mótbyr í efnahagslífinu," segir Franek Rozwadowski. Samkvæmt núverandi framgöngu áætlunarinnar er gert ráð fyrir að henni ljúki í ágúst 2011. „Þetta var þriðja endurskoðunin og svo verður ein í hverjum ársfjórðungi fram til loka áætlunarinnar." Auk þess að fjalla um efnahagsáætlun Íslands fjallaði stjórn AGS líka um reglubundið yfirlit efnahagsmála í samræmi við reglugerð fjögur (Article IV) hjá sjóðnum. „Þá er fjallað um stöðu efnahagslífs þjóða á breiðum grundvelli og komið fram með almennar ábendingar og athugasemdir," segir Rozwadowski. Slík umfjöllun fer fram annað hvert ár hjá þjóðum sem vinna efnahagsáætlun undir væng AGS, en er árviss hjá öðrum aðildarríkjum sjóðsins. „Við gerum ráð fyrir því að skýrsla starfsliðs sjóðsins verði gefin út næsta mánudag, ásamt völdum skrifum þar sem ýmsar hliðar íslensks efnahagslífs verða greindar," segir Rozwadowski. - óká Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
„Þessari endurskoðun var lokið á áætlun og við gerum ráð fyrir að halda áætlun í framvindu efnahagsáætlunarinnar," segir Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Hann segir samþykkt endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS í stjórn sjóðsins sýna að Ísland sé enn á batavegi. „Í grunninn hefur árangurinn verið tilkomumikill, hann endurspeglar öfluga stefnumörkun og sveigjanleika í að bregðast við breyttum aðstæðum. Verðbólga er á niðurleið og útlit fyrir að hagvöxtur taki við sér á ný þrátt fyrir mótbyr í efnahagslífinu," segir Franek Rozwadowski. Samkvæmt núverandi framgöngu áætlunarinnar er gert ráð fyrir að henni ljúki í ágúst 2011. „Þetta var þriðja endurskoðunin og svo verður ein í hverjum ársfjórðungi fram til loka áætlunarinnar." Auk þess að fjalla um efnahagsáætlun Íslands fjallaði stjórn AGS líka um reglubundið yfirlit efnahagsmála í samræmi við reglugerð fjögur (Article IV) hjá sjóðnum. „Þá er fjallað um stöðu efnahagslífs þjóða á breiðum grundvelli og komið fram með almennar ábendingar og athugasemdir," segir Rozwadowski. Slík umfjöllun fer fram annað hvert ár hjá þjóðum sem vinna efnahagsáætlun undir væng AGS, en er árviss hjá öðrum aðildarríkjum sjóðsins. „Við gerum ráð fyrir því að skýrsla starfsliðs sjóðsins verði gefin út næsta mánudag, ásamt völdum skrifum þar sem ýmsar hliðar íslensks efnahagslífs verða greindar," segir Rozwadowski. - óká
Fréttir Mest lesið Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira