Umfjöllun: Haukar gáfu tóninn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2010 22:16 Arnar Guðmundsson, sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, tekur skot að marki Haukanna í kvöld. Mynd/Daníel Haukar fengu fyrstu stig vetrarins í N1-deild karla er liðið vann góðan útisigur á Val í Vodafone-höllinni, 30-26. Haukar tóku afgerandi forystu undir lok fyrri hálfleiks og voru með sjö marka forystu þegar flautað var til leikhlés, 20-13. Munurinn varð snemma tíu mörk í þeim síðari og það var ekki fyrr en að varamenn Hauka fengu stærra hlutverk í leiknum að Valsmenn náðu að koma sér í takt við leikinn. Niðurstaðan var fjögurra marka sigur sem fyrr segir en í raun var sigur Íslands- og bikarmeistaranna aldrei í hættu. Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á fyrir Birki Ívar Guðmundsson snemma í fyrri hálfleik og átti mjög góðan leik. Hann varði alls nítján skot í leiknum og var með 49 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Það var þó Björgvin Björgvinsson sem lagði grunni að sigri Hauka með mögnuðum leik í fyrri hálfleik. Hann skoraði þá helming marka Haukanna, tíu talsins, en alls skoraði hann tólf í leiknum. Hann var allt í öllu í sóknarleiknum og gaf fjölmargar stoð- og línusendingar. Sóknarleikur Hauka var kröftugur og hraður og Valsvörnin réði engan veginn við hann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Vals að sama skapi var nokkuð bitlaus lengst af í leiknum. Ingvar Guðmundsson, markvörður Vals, hrökk svo í gang um miðbik seinni hálfleiks og náði þá að loka marki heimamanna í heilar sextán mínútur. En það skipti í raun engu máli - munurinn var orðinn það mikill að Valsmönnum dugði ekki tíminn sem eftir var í leiknum. Valur - Haukar 26 - 30 (13-20) Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 7 (14), Sturla Ásgeirsson 5/3 (6/4), Valdimar F. Þórsson 5/3 (11/4), Gunnar Harðarson 4 (6), Finnur Ingi Stefánsson 2 (4), Arnar Guðmundsson 2 (6), Orri Freyr Gíslason 1 (2).Varin skot: Ingvar Kr. Guðmundsson 10/1 (37/2, 27%), Friðrik Sigmarsson 0 (3/1).Hraðaupphlaup: 4 (Anton 2, Finnur Ingi 1, Gunnar 1).Fiskuð víti: 8 (Anton 4, Finnur Ingi 1, Gunnar 1, Arnar 1, Jón Björgvin 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 12 (14), Heimir Óli Heimisson 7 (7), Guðmundur Árni Ólafsson 5/1 (8/1), Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1 (7/2), Gísli Jón Þórisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (2), Tjörvi Þorgeirsson (2), Jónatan Ingi Jónsson (1).Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 19/2 (39/7, 49%), Birkir Ívar Guðmundsson 0 (6/1).Hraðaupphlaup: 6 (Stefán Rafn 2, Björgvin Þór 2, Guðmundur Árni 1, Heimir Óli 1).Fiskuð víti: 3 (Gísli Jón 1, Heimir Óli 1, Þórður Rafn 1). Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Komust vel frá verkefninu. Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Haukar fengu fyrstu stig vetrarins í N1-deild karla er liðið vann góðan útisigur á Val í Vodafone-höllinni, 30-26. Haukar tóku afgerandi forystu undir lok fyrri hálfleiks og voru með sjö marka forystu þegar flautað var til leikhlés, 20-13. Munurinn varð snemma tíu mörk í þeim síðari og það var ekki fyrr en að varamenn Hauka fengu stærra hlutverk í leiknum að Valsmenn náðu að koma sér í takt við leikinn. Niðurstaðan var fjögurra marka sigur sem fyrr segir en í raun var sigur Íslands- og bikarmeistaranna aldrei í hættu. Aron Rafn Eðvarðsson kom inn á fyrir Birki Ívar Guðmundsson snemma í fyrri hálfleik og átti mjög góðan leik. Hann varði alls nítján skot í leiknum og var með 49 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Það var þó Björgvin Björgvinsson sem lagði grunni að sigri Hauka með mögnuðum leik í fyrri hálfleik. Hann skoraði þá helming marka Haukanna, tíu talsins, en alls skoraði hann tólf í leiknum. Hann var allt í öllu í sóknarleiknum og gaf fjölmargar stoð- og línusendingar. Sóknarleikur Hauka var kröftugur og hraður og Valsvörnin réði engan veginn við hann, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Vals að sama skapi var nokkuð bitlaus lengst af í leiknum. Ingvar Guðmundsson, markvörður Vals, hrökk svo í gang um miðbik seinni hálfleiks og náði þá að loka marki heimamanna í heilar sextán mínútur. En það skipti í raun engu máli - munurinn var orðinn það mikill að Valsmönnum dugði ekki tíminn sem eftir var í leiknum. Valur - Haukar 26 - 30 (13-20) Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 7 (14), Sturla Ásgeirsson 5/3 (6/4), Valdimar F. Þórsson 5/3 (11/4), Gunnar Harðarson 4 (6), Finnur Ingi Stefánsson 2 (4), Arnar Guðmundsson 2 (6), Orri Freyr Gíslason 1 (2).Varin skot: Ingvar Kr. Guðmundsson 10/1 (37/2, 27%), Friðrik Sigmarsson 0 (3/1).Hraðaupphlaup: 4 (Anton 2, Finnur Ingi 1, Gunnar 1).Fiskuð víti: 8 (Anton 4, Finnur Ingi 1, Gunnar 1, Arnar 1, Jón Björgvin 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 12 (14), Heimir Óli Heimisson 7 (7), Guðmundur Árni Ólafsson 5/1 (8/1), Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1 (7/2), Gísli Jón Þórisson 1 (2), Þórður Rafn Guðmundsson 1 (2), Tjörvi Þorgeirsson (2), Jónatan Ingi Jónsson (1).Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 19/2 (39/7, 49%), Birkir Ívar Guðmundsson 0 (6/1).Hraðaupphlaup: 6 (Stefán Rafn 2, Björgvin Þór 2, Guðmundur Árni 1, Heimir Óli 1).Fiskuð víti: 3 (Gísli Jón 1, Heimir Óli 1, Þórður Rafn 1). Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Komust vel frá verkefninu.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira