Erlent

Gosið lamar enn samgöngur í Evrópu

Mynd/AP

Nær allir stærstu flugvellir Evrópu verða áfram lokaði í dag vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Milljónir flugfarþega er nú strandaglópar en samkvæmt breska ríkisútvarpinu þurfti að aflýsa um 16 þúsund áætlunarferðum vegna öskufallsins í gær.

Flugbann hefur verið framlengt á Bretlandi og Írlandi og búast menn við versnandi aðstæðum þegar líða tekur á daginn.

Talið er að flugfélög tapi um 200 milljónum punda á degi hverjum en raskanir á flugi hafa ekki verið svo miklar frá Seinni heimstyrjöldinni.

Á BBC segir að flugbann hafi verið framlengt á Bretlandseyjum til að minnsta kosti miðnættis í dag.

Allir stærstu flugvelli Evrópu hafa orðið að loka alfarið eða að miklu leyti vegna öskunnar. Heathrow, Frankfurt og Charles de Gaulle svo dæmi séu tekin. Öllum alþjóðaflugvöllum í Þýskalandi hefur verið lokað í dag og BBC hefur eftir talsmanni Lufthansa að öllum ferðum félagsins verði aflýst til að minnsta kosti sex í kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×