Handbolti

Björgvin: Þetta var bara geðveikt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin sést hér kátur eftir leikinn í dag. Mynd/Daníel
Björgvin sést hér kátur eftir leikinn í dag. Mynd/Daníel

„Þetta er alveg ömurleg tilfinning. Nei, shit hvað þetta er geðveikt. Ég er alveg búinn á því og skil ekki af hverju. Ég spila bara helminginn af leikjunum," sagði Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson afar brosmildur eftir að Haukar urðu Íslandsmeistarar í dag.

„Djöfulsins rugl er þetta. Hvað á maður eiginlega að segja eftir svona? Það eru algjör forréttindi að fá að taka þátt í svona leik og lokatölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af því hvernig leikurinn spilaðist. Þetta var í járnum allan leikinn. Varnarleikurinn var síðan frábær hjá okkur og þetta var bara geðveikt," sagði Björgvin en er hann á leið erlendis eða ætlar hann að spila áfram með Haukum?

„Ég veit það ekki alveg en það eru mjög miklar líkur á því að ég verði áfram í Haukum. Það er svo gaman að vinna titla," sagði Björgvin sem var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×