Innlent

Kínverjar vildu stöðva sýningar

Hrönn marinósdóttir
Hrönn marinósdóttir

Embættismenn úr kínverska sendiráðinu kölluðu Hrönn Marinósdóttur, framkvæmdastjóra kvikmyndahátíðarinnar RIFF, á fund til sín á dögunum og óskuðu eftir því að hún tæki úr sýningu heimildarmyndina When The Dragon Swallowed The Sun, um málefni Tíbeta og samskipti þeirra við Kína.

Beiðninni var hafnað.

Fulltrúar sendiráðsins ræddu málið einnig óformlega við utanríkisráðuneytið og lýstu áhyggjum sínum af efnistökum hennar.

Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, var því í engu svarað enda alveg ljóst að það er ekki í verkahring ráðuneytisins að hafa afskipti af kvikmyndasýningum. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×