Rússneskir olíumilljarðar streyma í danskt sprotafyrirtæki 2. nóvember 2010 07:14 Rússneskir olíumilljarðar streyma nú inn í lítið sprotafyrirtæki í bænum Vojens á Suður-Jótlandi í Danmörku. Um er að ræða tæknifyrirtækið Johnson Oil sem stofnað var sem sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum. Nú hefur það gert sölusamninga við rússnesk olíufyrirtæki upp á yfir milljarð danskra króna eða yfir 20 milljarða króna. Fremst í flokki rússnesku fyrirtækjana er olíurisinn Gazprom eitt stærsta olíufyrirtæki heimsins. Johnson Oil hefur sérhæft sig í framleiðslu á filterum, eða síum, fyrir olíuiðnaðinn. Fyrirtækið framleiðir meðal annars síu sem getur skilið að olíu og vatn á ódýran hátt. Í frétt um málið í Jyllands-Posten segir að Johnson Oil hafi nýlega gengið frá samningi við Gazprom til tíu ára sem gæti gefið Dönunum allt að 15 milljarða króna í aðra hönd. Fram kemur í fréttinni að annar viðskiptavina Johnson Oil er RAO Rosnefte sem sérhæfir sig í byggingu olíuhreinsunarstöðva. Henrik Karlsgaard forstjóri Johnson Oil segir að þeir hafi nú fengið sérfræðinga sér til liðs til að skrá fyrirtækið á markað í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Enda hafi rússnesku viðskiptavinirnir þegar keypt minniháttar hluti í Johnson Oil. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rússneskir olíumilljarðar streyma nú inn í lítið sprotafyrirtæki í bænum Vojens á Suður-Jótlandi í Danmörku. Um er að ræða tæknifyrirtækið Johnson Oil sem stofnað var sem sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum. Nú hefur það gert sölusamninga við rússnesk olíufyrirtæki upp á yfir milljarð danskra króna eða yfir 20 milljarða króna. Fremst í flokki rússnesku fyrirtækjana er olíurisinn Gazprom eitt stærsta olíufyrirtæki heimsins. Johnson Oil hefur sérhæft sig í framleiðslu á filterum, eða síum, fyrir olíuiðnaðinn. Fyrirtækið framleiðir meðal annars síu sem getur skilið að olíu og vatn á ódýran hátt. Í frétt um málið í Jyllands-Posten segir að Johnson Oil hafi nýlega gengið frá samningi við Gazprom til tíu ára sem gæti gefið Dönunum allt að 15 milljarða króna í aðra hönd. Fram kemur í fréttinni að annar viðskiptavina Johnson Oil er RAO Rosnefte sem sérhæfir sig í byggingu olíuhreinsunarstöðva. Henrik Karlsgaard forstjóri Johnson Oil segir að þeir hafi nú fengið sérfræðinga sér til liðs til að skrá fyrirtækið á markað í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Enda hafi rússnesku viðskiptavinirnir þegar keypt minniháttar hluti í Johnson Oil.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira