Rússneskir olíumilljarðar streyma í danskt sprotafyrirtæki 2. nóvember 2010 07:14 Rússneskir olíumilljarðar streyma nú inn í lítið sprotafyrirtæki í bænum Vojens á Suður-Jótlandi í Danmörku. Um er að ræða tæknifyrirtækið Johnson Oil sem stofnað var sem sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum. Nú hefur það gert sölusamninga við rússnesk olíufyrirtæki upp á yfir milljarð danskra króna eða yfir 20 milljarða króna. Fremst í flokki rússnesku fyrirtækjana er olíurisinn Gazprom eitt stærsta olíufyrirtæki heimsins. Johnson Oil hefur sérhæft sig í framleiðslu á filterum, eða síum, fyrir olíuiðnaðinn. Fyrirtækið framleiðir meðal annars síu sem getur skilið að olíu og vatn á ódýran hátt. Í frétt um málið í Jyllands-Posten segir að Johnson Oil hafi nýlega gengið frá samningi við Gazprom til tíu ára sem gæti gefið Dönunum allt að 15 milljarða króna í aðra hönd. Fram kemur í fréttinni að annar viðskiptavina Johnson Oil er RAO Rosnefte sem sérhæfir sig í byggingu olíuhreinsunarstöðva. Henrik Karlsgaard forstjóri Johnson Oil segir að þeir hafi nú fengið sérfræðinga sér til liðs til að skrá fyrirtækið á markað í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Enda hafi rússnesku viðskiptavinirnir þegar keypt minniháttar hluti í Johnson Oil. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rússneskir olíumilljarðar streyma nú inn í lítið sprotafyrirtæki í bænum Vojens á Suður-Jótlandi í Danmörku. Um er að ræða tæknifyrirtækið Johnson Oil sem stofnað var sem sprotafyrirtæki fyrir nokkrum árum. Nú hefur það gert sölusamninga við rússnesk olíufyrirtæki upp á yfir milljarð danskra króna eða yfir 20 milljarða króna. Fremst í flokki rússnesku fyrirtækjana er olíurisinn Gazprom eitt stærsta olíufyrirtæki heimsins. Johnson Oil hefur sérhæft sig í framleiðslu á filterum, eða síum, fyrir olíuiðnaðinn. Fyrirtækið framleiðir meðal annars síu sem getur skilið að olíu og vatn á ódýran hátt. Í frétt um málið í Jyllands-Posten segir að Johnson Oil hafi nýlega gengið frá samningi við Gazprom til tíu ára sem gæti gefið Dönunum allt að 15 milljarða króna í aðra hönd. Fram kemur í fréttinni að annar viðskiptavina Johnson Oil er RAO Rosnefte sem sérhæfir sig í byggingu olíuhreinsunarstöðva. Henrik Karlsgaard forstjóri Johnson Oil segir að þeir hafi nú fengið sérfræðinga sér til liðs til að skrá fyrirtækið á markað í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Enda hafi rússnesku viðskiptavinirnir þegar keypt minniháttar hluti í Johnson Oil.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira