Innlent

Deilt um Landsdóm

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ragnhildur Helgadóttir segir rök fyrir því að Landsdómur standist mannréttindasáttmálann. Mynd/ GVA.
Ragnhildur Helgadóttir segir rök fyrir því að Landsdómur standist mannréttindasáttmálann. Mynd/ GVA.
Vafi leikur á hvort Landsdómur standist Mannréttindarsáttmála Evrópu þar sem ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu dómsins.

Landsdómur verður hugsanlega kallaður saman til að rétta meðal annars yfir þeim ráðherrum sem sakaðir eru um af sýnt af sér vanrækslu í starfi í aðdragana bankahrunsins. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur bent á að Landsdómur standist hugsanlega ekki mannréttindasáttmála Evrópu þar sem ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu dómsins.

Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík er ekki sammála þessu. Hún segir að í fyrsta lagi sé undanþáguheimild. „Það þarf ekki í öllum tilvikum að vera hægt að áfrýja," segir Ragnhildur. Hún bendir í öðru lagi á að Norðmenn og Danir hafi nýlega farið í gegnum sín landsdómsfyrirkomulög og hafi ekki séð ástæðu til að breyta þeim þrátt fyrir að þeir séu líka aðilar að mannréttindarsáttmálanum. Þá hafi eitt danskt landsdómsmál farið til mannréttindardómstólsins og þá hafi engin athugasemd verið gerð við það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×