Laun varaborgarfulltrúa Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 23. september 2010 06:00 Varaborgarfulltrúar í borgarstjórn eru jafnmargir borgarfulltrúum. Til dæmis á Samfylkingin þrjá varaborgarfulltrúa þar sem flokkurinn á þrjá borgarfulltrúa. Til viðbótar borgar- og varaborgarfulltrúum starfa fleiri fulltrúar flokkanna í nefndum og ráðum. Þeir koma oftast neðar af listum eða úr grasrótarstarfi flokkanna. Þessi fjöldi trúnaðarmanna er mikilvægur fyrir lýðræðislega og faglega umræðu og svo hægt sé að manna fjölmargar nefndir og hópa. Varaborgarfulltrúar hvers flokks leggja oftast á sig mikla vinnu, en stundum minni, allt eftir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Dæmi eru um að fulltrúar úr grasrót flokka séu virkari en varaborgarfulltrúar eða að fyrsti varaborgarfulltrúi taki að sér færri verkefni en annar varafulltrúi. Meðal annars af þessum sökum var samþykkt í fjárhagsáætlun 2010 að lækka laun fyrsta varaborgarfulltrúa og að laun allra varaborgarfulltrúa væru þau sömu og færu eftir fundarsetu. Áður höfðu laun borgarstjóra og borgarfulltrúa verið lækkuð umtalsvert og var full samstaða um þessar aðgerðir. Skýringin á því að Besti flokkurinn og Samfylking ákváðu fyrr í vikunni að hækka aftur laun fyrsta varaborgarfulltrúa, þvert á það sem eðlilegt er í núverandi ástandi, er einföld. Hækkunin hefur legið í loftinu frá því í ljós kom hvernig Besti flokkurinn og Samfylking skiptu með sér embættum. Fyrsti varaborgarfulltrúi Besta flokksins, Páll Hjaltason, var skipaður formaður skipulagsráðs. Það embætti skipar jafnan borgarfulltrúi úr einum af efstu sætum síns flokks, enda viðamikið embætti. Fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Hjálmar Sveinsson, sagði strax eftir að niðurstöður kosninga til borgarstjórnar lágu fyrir og ljóst var að hann næði ekki inn sem aðalmaður, að hann þyrfti frekari upplýsingar áður en hann ákvæði að taka sæti sitt um „til dæmis hvort þetta er launað, það skiptir fjölskyldumann miklu máli“. Launahækkanir Besta flokksins og Samfylkingar fyrir fyrstu varamenn svara spurningu Hjálmars og tryggja Páli Hjaltasyni betri laun fyrir sína vinnu. Þetta hækkar launakostnað borgar- og varaborgarfulltrúa á tíma þegar stíf krafa er um aðhald í kostnaði og launum. Slík vinnubrögð eru einfaldlega ekki boðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Varaborgarfulltrúar í borgarstjórn eru jafnmargir borgarfulltrúum. Til dæmis á Samfylkingin þrjá varaborgarfulltrúa þar sem flokkurinn á þrjá borgarfulltrúa. Til viðbótar borgar- og varaborgarfulltrúum starfa fleiri fulltrúar flokkanna í nefndum og ráðum. Þeir koma oftast neðar af listum eða úr grasrótarstarfi flokkanna. Þessi fjöldi trúnaðarmanna er mikilvægur fyrir lýðræðislega og faglega umræðu og svo hægt sé að manna fjölmargar nefndir og hópa. Varaborgarfulltrúar hvers flokks leggja oftast á sig mikla vinnu, en stundum minni, allt eftir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Dæmi eru um að fulltrúar úr grasrót flokka séu virkari en varaborgarfulltrúar eða að fyrsti varaborgarfulltrúi taki að sér færri verkefni en annar varafulltrúi. Meðal annars af þessum sökum var samþykkt í fjárhagsáætlun 2010 að lækka laun fyrsta varaborgarfulltrúa og að laun allra varaborgarfulltrúa væru þau sömu og færu eftir fundarsetu. Áður höfðu laun borgarstjóra og borgarfulltrúa verið lækkuð umtalsvert og var full samstaða um þessar aðgerðir. Skýringin á því að Besti flokkurinn og Samfylking ákváðu fyrr í vikunni að hækka aftur laun fyrsta varaborgarfulltrúa, þvert á það sem eðlilegt er í núverandi ástandi, er einföld. Hækkunin hefur legið í loftinu frá því í ljós kom hvernig Besti flokkurinn og Samfylking skiptu með sér embættum. Fyrsti varaborgarfulltrúi Besta flokksins, Páll Hjaltason, var skipaður formaður skipulagsráðs. Það embætti skipar jafnan borgarfulltrúi úr einum af efstu sætum síns flokks, enda viðamikið embætti. Fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Hjálmar Sveinsson, sagði strax eftir að niðurstöður kosninga til borgarstjórnar lágu fyrir og ljóst var að hann næði ekki inn sem aðalmaður, að hann þyrfti frekari upplýsingar áður en hann ákvæði að taka sæti sitt um „til dæmis hvort þetta er launað, það skiptir fjölskyldumann miklu máli“. Launahækkanir Besta flokksins og Samfylkingar fyrir fyrstu varamenn svara spurningu Hjálmars og tryggja Páli Hjaltasyni betri laun fyrir sína vinnu. Þetta hækkar launakostnað borgar- og varaborgarfulltrúa á tíma þegar stíf krafa er um aðhald í kostnaði og launum. Slík vinnubrögð eru einfaldlega ekki boðleg.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar