Innlent

Segja lögin standast ákvæði stjórnarskrárinnar

Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis telur að lög um ráðherraábyrgð og landsdóm standist ákvæði stjórnarskrárinnar um réttláta málsmeðferð.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið í dag. Sjálfstæðismenn í nefndinni skiluðu hins vegar séráliti en þeir telja að lögin standist hvorki stjórnarskrá né mannréttindasáttmála Evrópu.

Tillögur um málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum bíða nú afgreiðslu Atlanefndar en búist er við því að nefndin ljúki umfjöllun um málið á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×