Handbolti

Stórslagur að Hlíðarenda í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik Vals og HK fyrr í vetur.
Úr leik Vals og HK fyrr í vetur.

Þrír leikir fara fram í N1-deild karla í kvöld og allir eru þeir mikilvægir enda er afar hörð barátta á toppi sem og á botni.

Stórleikur kvöldsins er þó að Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti HK. Valur er í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig en HK er í þriðja sæti með 19 stig.

Valur því utan úrslitakeppninnar fyrir kvöldið en sigur á HK í kvöld breytir stöðunni mikið. Síðast er liðin mættust að Hlíðarenda vann HK flottan sigur.

Botnlið Stjörnunnar sækir FH heim og þarf sárlega á stigum að halda. FH má að sama skapi ekkert gefa eftir í toppbaráttunni en FH er í fjórða sæti með 19 stig.

Topplið Hauka sækir síðan sjóðheita Framara heim sem vinna hvern leikinn á fætur öðrum þessa dagana og hafa lyft sér úr botnsætinu. Þeir eru þó ekki sloppnir við falldrauginn og sitja í næstneðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×