Lögreglumenn leiða hvor sinn listann 18. maí 2010 05:30 Guðmundur Ingi Ingason Oddvitar framboðslistanna tveggja í Skaftárhreppi eru lögregluþjónarnir tveir sem starfa í hreppnum, Guðmundur Ingi Ingason varðstjóri og Þorsteinn Kristinsson lögreglustjóri. „Við erum fagmenn á okkar sviði, það er langt því frá að þessi staða trufli okkur," sagði Þorsteinn þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um málið. „Þetta er allt í fínu, við ræðum sveitarstjórnarmálin ekkert í vinnunni," sagði Guðmundur Ingi, sem reyndar var nýverið fluttur um set tímabundið og starfar nú á vegum ríkislögreglustjóra í þjónustumiðstöðinni í Vík sem sett hefur verið á laggirnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Hér eru aðallega Mýrdælingar, kjósendur í öðrum hreppi, þannig að ég get ekki misnotað aðstöðuna neitt," segir Guðmundur Ingi og hlær. „En að öllu gamni slepptu þá höfum við unnið nánast allan sólarhringinn síðan gosið hófst og það má segja að kosningarnar hér á þessu svæði séu haldnar í skugga eldgossins." Þorsteinn segir áhuga íbúa hreppsins þó hafa vaknað verulega eftir að listarnir urðu klárir 8. maí. Þorsteinn tekur undir með Guðmundi Inga að mikið sé að gera hjá lögreglunni í tengslum við gosið, þó að stærstur hluti Skaftárhrepps hafi sloppið við öskufall. Helsta ágreiningsefni framboðslistanna snýst um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs til vesturs. Listi Þorsteins, Framsýn, er þeirrar skoðunar að það beri að stækka þjóðgarðinn. „Ég sit í hreppsnefnd og hef unnið að undirbúningi stækkunarinnar, eins og aðalskipulag kveður á um. Í stækkuninni felast mörg tækifæri fyrir hreppinn, til dæmis í ferðaþjónustu," segir Þorsteinn og bendir á að réttindi bænda haldast óbreytt þó að þjóðgarðurinn verði stækkaður. Listi Guðmundar, „Skaftárhrepp á kortið", vill „stíga varlega til jarðar" í stækkuninni eins og Guðmundur orðar það sjálfur. Hann er nýr í sveitarstjórnarmálum. Þess má geta að fyrir fjórum árum var ekki listakosning í hreppnum heldur persónukjör. Skaftárhreppur nær frá Mýrdalssandi austur að Skeiðarársandi. Hann er einn stærstu hreppa á landinu, nær yfir sjö prósent af Íslandi. Íbúarnir eru 450. sigridur@frettabladid.is Fréttir Innlent Kosningar 2010 Stj.mál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Oddvitar framboðslistanna tveggja í Skaftárhreppi eru lögregluþjónarnir tveir sem starfa í hreppnum, Guðmundur Ingi Ingason varðstjóri og Þorsteinn Kristinsson lögreglustjóri. „Við erum fagmenn á okkar sviði, það er langt því frá að þessi staða trufli okkur," sagði Þorsteinn þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um málið. „Þetta er allt í fínu, við ræðum sveitarstjórnarmálin ekkert í vinnunni," sagði Guðmundur Ingi, sem reyndar var nýverið fluttur um set tímabundið og starfar nú á vegum ríkislögreglustjóra í þjónustumiðstöðinni í Vík sem sett hefur verið á laggirnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Hér eru aðallega Mýrdælingar, kjósendur í öðrum hreppi, þannig að ég get ekki misnotað aðstöðuna neitt," segir Guðmundur Ingi og hlær. „En að öllu gamni slepptu þá höfum við unnið nánast allan sólarhringinn síðan gosið hófst og það má segja að kosningarnar hér á þessu svæði séu haldnar í skugga eldgossins." Þorsteinn segir áhuga íbúa hreppsins þó hafa vaknað verulega eftir að listarnir urðu klárir 8. maí. Þorsteinn tekur undir með Guðmundi Inga að mikið sé að gera hjá lögreglunni í tengslum við gosið, þó að stærstur hluti Skaftárhrepps hafi sloppið við öskufall. Helsta ágreiningsefni framboðslistanna snýst um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs til vesturs. Listi Þorsteins, Framsýn, er þeirrar skoðunar að það beri að stækka þjóðgarðinn. „Ég sit í hreppsnefnd og hef unnið að undirbúningi stækkunarinnar, eins og aðalskipulag kveður á um. Í stækkuninni felast mörg tækifæri fyrir hreppinn, til dæmis í ferðaþjónustu," segir Þorsteinn og bendir á að réttindi bænda haldast óbreytt þó að þjóðgarðurinn verði stækkaður. Listi Guðmundar, „Skaftárhrepp á kortið", vill „stíga varlega til jarðar" í stækkuninni eins og Guðmundur orðar það sjálfur. Hann er nýr í sveitarstjórnarmálum. Þess má geta að fyrir fjórum árum var ekki listakosning í hreppnum heldur persónukjör. Skaftárhreppur nær frá Mýrdalssandi austur að Skeiðarársandi. Hann er einn stærstu hreppa á landinu, nær yfir sjö prósent af Íslandi. Íbúarnir eru 450. sigridur@frettabladid.is
Fréttir Innlent Kosningar 2010 Stj.mál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira