Handbolti

Júlíus Jónasson í viðræðum við Val

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Júlíus Jónasson.
Júlíus Jónasson. Fréttablaðið
Júlíus Jónasson hefur verið í viðræðum við að taka við liði Vals undanfarna daga. Júlís sagði við Vísi í dag að viðræður ættu að klárast á allra næstu dögum.

„Viðræðurnar hafa ekki staðið lengi yfir," sagði Júlíus en það hefur vakið furðu marga að þessar fréttir berist nú, sama dag og Valur leikur úrslitaleik við Akureyri um laust sæti í úrslitarimmu Íslandsmótsins.

Óskar Bjarni Óskarsson hafði áður staðfest að hann myndi hætta með liðið og svo virðist vera sem Júlíus hafi verið fyrsti kostur Valsmanna.

Júlíus er einnig þjálfari kvennalandsliðs Íslands. Aðspurður hvort viðræðurnar snerust um að finna lenginu í sínum málum hjá HSÍ sagði Júlíus: „Þetta mál er allt í algjörri skoðun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×