Flokkarnir hafa ekki svarað kallinu um siðbót 22. maí 2010 17:24 Baldur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þess ber að geta að hann var í framboði fyrir Samfylkinguna í þingkosningunum í apríl á síðasta ári. Mynd/Heiða Helgadóttir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að nýlegar skoðanakannanir sýni að stjórnmálaflokkarnir hafi ekki svarað kalli almennings um siðbót. Margir upplifi að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum þó það sé ekki raunin, að mati Baldurs. „Það hefur líka skort á það að flokkarnir taki til hjá sér, bæði eftir hrunið og eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Því finnst mér að flokkarnir hafi ekki svarað kallinu hvað siðbót varðar," segir Baldur í viðtali sem birtist í kosningablaði Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og kom formlega út í dag. „Ef það gerist ekki þá mun þessi gríðarlega óánægjualda vera áfram til staðar, því það kraumar allt undirniðri í samfélaginu. Ég tel að á Alþingi sé verið að vinna mjög gott starf á mörgum sviðum, en ef að forysta stjórnmálaflokkanna lætur þá þingmenn ekki axla ábyrgð, sem algjörlega eru rúnir traustir, þá munu þessi góðu verk einfaldlega falla í skuggann af þeim aðilum. Það hefur valdið mér vonbrigðum að það hafi ekki verið tekið á þessum málum innan flokkanna," segir Baldur og vísar til Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hefur skemmtigildi til skamms tíma Baldur segir ekki rétt að bera Borgarahreyfinguna og Besta flokkinn saman. Borgarahreyfingin hafi verið og væri alvöru stjórnmálaafl sem spratt upp úr mótmælunum í kjölfar bankahrunsins og vildi koma á róttækum breytingum. „Besti flokkurinn hefur skemmtigildi til skamms tíma, en í rauninni er hann grafalvarlegt mál sem mér finnst stjórnmálamenn ekki taka almennilega á. Það mikla fylgi sem hann fær í skoðanakönnunum endurspeglar fyrst og fremst þá miklu óánægju sem ríkir í garð stjórnmálamanna og hvað þeir njóta lítils trausts," segir Baldur í viðtalinu sem hægt er að lesa hér. Kosningar 2010 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að nýlegar skoðanakannanir sýni að stjórnmálaflokkarnir hafi ekki svarað kalli almennings um siðbót. Margir upplifi að sami rassinn sé undir öllum stjórnmálamönnum þó það sé ekki raunin, að mati Baldurs. „Það hefur líka skort á það að flokkarnir taki til hjá sér, bæði eftir hrunið og eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Því finnst mér að flokkarnir hafi ekki svarað kallinu hvað siðbót varðar," segir Baldur í viðtali sem birtist í kosningablaði Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og kom formlega út í dag. „Ef það gerist ekki þá mun þessi gríðarlega óánægjualda vera áfram til staðar, því það kraumar allt undirniðri í samfélaginu. Ég tel að á Alþingi sé verið að vinna mjög gott starf á mörgum sviðum, en ef að forysta stjórnmálaflokkanna lætur þá þingmenn ekki axla ábyrgð, sem algjörlega eru rúnir traustir, þá munu þessi góðu verk einfaldlega falla í skuggann af þeim aðilum. Það hefur valdið mér vonbrigðum að það hafi ekki verið tekið á þessum málum innan flokkanna," segir Baldur og vísar til Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hefur skemmtigildi til skamms tíma Baldur segir ekki rétt að bera Borgarahreyfinguna og Besta flokkinn saman. Borgarahreyfingin hafi verið og væri alvöru stjórnmálaafl sem spratt upp úr mótmælunum í kjölfar bankahrunsins og vildi koma á róttækum breytingum. „Besti flokkurinn hefur skemmtigildi til skamms tíma, en í rauninni er hann grafalvarlegt mál sem mér finnst stjórnmálamenn ekki taka almennilega á. Það mikla fylgi sem hann fær í skoðanakönnunum endurspeglar fyrst og fremst þá miklu óánægju sem ríkir í garð stjórnmálamanna og hvað þeir njóta lítils trausts," segir Baldur í viðtalinu sem hægt er að lesa hér.
Kosningar 2010 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira