Innlent

Askan ógnar ekki dýrum

Halldór Runólfsson
Halldór Runólfsson

Öskufall á ekki að ógna öryggi og heilsu búfjár, ef bændur bregðast rétt við, segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir.

Sauðburður er almennt ekki byrjaður, en þrátt fyrir að allt fé yrði látið bera í fjárhúsunum ætti að vera nægilegt pláss, segir Halldór.

Ekki er komið að því að sleppa kúnum út til sumarbeitar, og auðvelt að fresta því, segir Halldór.

Hann segir ekki til húsaskjól fyrir nærri öll hross í landinu, og þar sem þannig háttar til þurfa bændur að fyrirbyggja að þau drekki vatn úr tjörnum eða pollum og gefa þeim mikið af heyi.

Öllum er bent á að halda gæludýrum innandyra falli aska í nágrenninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×