„Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni“ 1. júní 2010 13:07 „Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn,“ segir Sigmundur Davíð í tölvupósti til flokksmanna. Mynd/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að framsóknarmenn séu hreint ekki óvinsælir í Reykjavík. Niðurstaðan í kosningunum sé vissulega vonbrigði en um leið séu mikil tækifæri til uppbyggingar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigmundur sendi flokksmönnum í hádeginu þar sem hann fer yfir gengi Framsóknarflokksins í kosningunum víðsvegar um landið. Hörð átök hafa blossað upp innan Framsóknarflokksins eftir að flokkurinn galt afhroð í kosningunum í Reykjavík, hlaut tæp 3% atkvæða og tapaði borgarfulltrúa sínum. Guðmundur Steingrímsson gagnrýndi forystu flokksins í kjölfarið og sagði að formaður flokksins bæri ábyrgð á slæmu gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Þessu hefur Sigmundur Davíð vísað á bug. Þá hefur Einar Skúlason, oddviti flokksins í Reykjavík, sagt að fólk í trúnaðarstörfum fyrir framsóknarmenn í Reykjavík hafi kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að Einar ætti að líta sér nær og íhuga sína stöðu. „Niðurstaðan í Reykjavík olli vissulega vonbrigðum en þegar nýtt framboð veldur mesta uppnámi í stjórnmálasögu borgarinnar fara önnur framboð ekki varhluta af því," segir Sigmundur Davíð í tölvubréfi sínu til flokksmanna. Niðurstaðan kalli á róttækt uppbyggingarstarf í Reykjavík.Fundu fyrir mikilli velvild „Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni og tækifærin til uppbyggingar mikil. Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn. Þeir sem fóru um borgina með kynningarefni fundu líka fyrir mikilli velvild hjá langflestum sem á vegi þeirra urðu þótt það hafi ekki skilað sér í atkvæðum í þessum óvenjulegu kosningum," segir formaðurinn. Eigi Framsóknarflokknum að takast að nýta tækifærið til uppbyggingar í Reykjavík verða framsóknarmenn að líta til og læra af þeim sem hafa náð bestum árangri, að mati Sigmundar. „Það á bæði við um vinnubrögð og pólitík. Lykillinn að árangri í Reykjavík er ekki í því fólginn að flokkurinn reyni að vera öðruvísi í borginni en utan hennar heldur þvert á móti. Ef við höfum ekki trú á okkur sjálfum hafa aðrir það ekki." Kosningar 2010 Tengdar fréttir Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58 Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16 Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að framsóknarmenn séu hreint ekki óvinsælir í Reykjavík. Niðurstaðan í kosningunum sé vissulega vonbrigði en um leið séu mikil tækifæri til uppbyggingar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigmundur sendi flokksmönnum í hádeginu þar sem hann fer yfir gengi Framsóknarflokksins í kosningunum víðsvegar um landið. Hörð átök hafa blossað upp innan Framsóknarflokksins eftir að flokkurinn galt afhroð í kosningunum í Reykjavík, hlaut tæp 3% atkvæða og tapaði borgarfulltrúa sínum. Guðmundur Steingrímsson gagnrýndi forystu flokksins í kjölfarið og sagði að formaður flokksins bæri ábyrgð á slæmu gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Þessu hefur Sigmundur Davíð vísað á bug. Þá hefur Einar Skúlason, oddviti flokksins í Reykjavík, sagt að fólk í trúnaðarstörfum fyrir framsóknarmenn í Reykjavík hafi kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að Einar ætti að líta sér nær og íhuga sína stöðu. „Niðurstaðan í Reykjavík olli vissulega vonbrigðum en þegar nýtt framboð veldur mesta uppnámi í stjórnmálasögu borgarinnar fara önnur framboð ekki varhluta af því," segir Sigmundur Davíð í tölvubréfi sínu til flokksmanna. Niðurstaðan kalli á róttækt uppbyggingarstarf í Reykjavík.Fundu fyrir mikilli velvild „Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni og tækifærin til uppbyggingar mikil. Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn. Þeir sem fóru um borgina með kynningarefni fundu líka fyrir mikilli velvild hjá langflestum sem á vegi þeirra urðu þótt það hafi ekki skilað sér í atkvæðum í þessum óvenjulegu kosningum," segir formaðurinn. Eigi Framsóknarflokknum að takast að nýta tækifærið til uppbyggingar í Reykjavík verða framsóknarmenn að líta til og læra af þeim sem hafa náð bestum árangri, að mati Sigmundar. „Það á bæði við um vinnubrögð og pólitík. Lykillinn að árangri í Reykjavík er ekki í því fólginn að flokkurinn reyni að vera öðruvísi í borginni en utan hennar heldur þvert á móti. Ef við höfum ekki trú á okkur sjálfum hafa aðrir það ekki."
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58 Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16 Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58
Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16
Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46