„Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni“ 1. júní 2010 13:07 „Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn,“ segir Sigmundur Davíð í tölvupósti til flokksmanna. Mynd/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að framsóknarmenn séu hreint ekki óvinsælir í Reykjavík. Niðurstaðan í kosningunum sé vissulega vonbrigði en um leið séu mikil tækifæri til uppbyggingar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigmundur sendi flokksmönnum í hádeginu þar sem hann fer yfir gengi Framsóknarflokksins í kosningunum víðsvegar um landið. Hörð átök hafa blossað upp innan Framsóknarflokksins eftir að flokkurinn galt afhroð í kosningunum í Reykjavík, hlaut tæp 3% atkvæða og tapaði borgarfulltrúa sínum. Guðmundur Steingrímsson gagnrýndi forystu flokksins í kjölfarið og sagði að formaður flokksins bæri ábyrgð á slæmu gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Þessu hefur Sigmundur Davíð vísað á bug. Þá hefur Einar Skúlason, oddviti flokksins í Reykjavík, sagt að fólk í trúnaðarstörfum fyrir framsóknarmenn í Reykjavík hafi kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að Einar ætti að líta sér nær og íhuga sína stöðu. „Niðurstaðan í Reykjavík olli vissulega vonbrigðum en þegar nýtt framboð veldur mesta uppnámi í stjórnmálasögu borgarinnar fara önnur framboð ekki varhluta af því," segir Sigmundur Davíð í tölvubréfi sínu til flokksmanna. Niðurstaðan kalli á róttækt uppbyggingarstarf í Reykjavík.Fundu fyrir mikilli velvild „Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni og tækifærin til uppbyggingar mikil. Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn. Þeir sem fóru um borgina með kynningarefni fundu líka fyrir mikilli velvild hjá langflestum sem á vegi þeirra urðu þótt það hafi ekki skilað sér í atkvæðum í þessum óvenjulegu kosningum," segir formaðurinn. Eigi Framsóknarflokknum að takast að nýta tækifærið til uppbyggingar í Reykjavík verða framsóknarmenn að líta til og læra af þeim sem hafa náð bestum árangri, að mati Sigmundar. „Það á bæði við um vinnubrögð og pólitík. Lykillinn að árangri í Reykjavík er ekki í því fólginn að flokkurinn reyni að vera öðruvísi í borginni en utan hennar heldur þvert á móti. Ef við höfum ekki trú á okkur sjálfum hafa aðrir það ekki." Kosningar 2010 Tengdar fréttir Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58 Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16 Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að framsóknarmenn séu hreint ekki óvinsælir í Reykjavík. Niðurstaðan í kosningunum sé vissulega vonbrigði en um leið séu mikil tækifæri til uppbyggingar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigmundur sendi flokksmönnum í hádeginu þar sem hann fer yfir gengi Framsóknarflokksins í kosningunum víðsvegar um landið. Hörð átök hafa blossað upp innan Framsóknarflokksins eftir að flokkurinn galt afhroð í kosningunum í Reykjavík, hlaut tæp 3% atkvæða og tapaði borgarfulltrúa sínum. Guðmundur Steingrímsson gagnrýndi forystu flokksins í kjölfarið og sagði að formaður flokksins bæri ábyrgð á slæmu gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Þessu hefur Sigmundur Davíð vísað á bug. Þá hefur Einar Skúlason, oddviti flokksins í Reykjavík, sagt að fólk í trúnaðarstörfum fyrir framsóknarmenn í Reykjavík hafi kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að Einar ætti að líta sér nær og íhuga sína stöðu. „Niðurstaðan í Reykjavík olli vissulega vonbrigðum en þegar nýtt framboð veldur mesta uppnámi í stjórnmálasögu borgarinnar fara önnur framboð ekki varhluta af því," segir Sigmundur Davíð í tölvubréfi sínu til flokksmanna. Niðurstaðan kalli á róttækt uppbyggingarstarf í Reykjavík.Fundu fyrir mikilli velvild „Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni og tækifærin til uppbyggingar mikil. Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn. Þeir sem fóru um borgina með kynningarefni fundu líka fyrir mikilli velvild hjá langflestum sem á vegi þeirra urðu þótt það hafi ekki skilað sér í atkvæðum í þessum óvenjulegu kosningum," segir formaðurinn. Eigi Framsóknarflokknum að takast að nýta tækifærið til uppbyggingar í Reykjavík verða framsóknarmenn að líta til og læra af þeim sem hafa náð bestum árangri, að mati Sigmundar. „Það á bæði við um vinnubrögð og pólitík. Lykillinn að árangri í Reykjavík er ekki í því fólginn að flokkurinn reyni að vera öðruvísi í borginni en utan hennar heldur þvert á móti. Ef við höfum ekki trú á okkur sjálfum hafa aðrir það ekki."
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58 Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16 Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Sjá meira
Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58
Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16
Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46