Viðskipti innlent

Stjórnendur bankanna brutu lög

Stjórnir og framkvæmdastjórar þeirra fjármálafyrirtækja sem féllu í hruninu fylgdu ekki í öllum tilvikum reglum um starfsemi bankanna og brutu starfsskyldur sínar við stjórnun og eftirlit með refsiverðum hætti.

Þannig máttu stjórnarmenn til dæmis ekki hafa afskipti af ákvörðunum um einstök viðskipti en misbrestur virðist hafa verið á því. Stjórnendum bar einnig að semja ársreikninga og gera grein fyrir því í áritun sinni á reikningana hefðu þeir eitthvað við þá að athuga.

Brot stjórnenda gegn þessum ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki, og annarra sem nefndin tiltekur einnig, varða fangelsi allt að sex árum. Mælist rannsóknarnefnd Alþingis til þess að saksóknari taki þetta til rannsóknar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×