Handbolti

HK lét ekki mótlætið buga sig og náði jafntefli á móti Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Friðriksson og félagar fóru illa að ráði sínu í kvöld.
Elvar Friðriksson og félagar fóru illa að ráði sínu í kvöld.
Valur og HK gerðu 25-25 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í Vodafone-höllinni í kvöld. Liðin eru í harðri baráttu um að komast inn í úrslitakeppnina og máttu hvorug við því að tapa leiknum.

HK tryggði sér jafntefli með því að skora tvö síðustu mörk leiksins en jöfnunarmarkið gerði Valdimar Fannar Þórsson úr víti 55 sekúndum fyrir leikslok.

HK náði þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik en staðan var 12-12 í hálfleik. HK komst tveimur mörkum yfir í upphafi seinni hálfleik en Valsmenn svöruðu með góðum kafla og tóku frumkvæðið í leiknum.

Klaufaleg mistök HK-liðsins þýddu að liðið lenti bæði tveimur mörkum og tveimur mönnum færri þegar sex mínútur voru til leiksloka en

Arnór Þór Gunnarsson skoraði 8 mörk fyrir Val og Fannar Þór Friðgeirsson skoraði 6 mörk. Hlynur Morthens varði mjög vel í markinu alls 21 skot.

Valdimar Þórsson skoraði 9 mörk fyrir HK og Atli Ævar Ingólfsson var með 6 mörk. Sveinbjörn Pétursson stóð sig mjög vel í markinu og varði 21 skot.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×