Íslenski boltinn

Haraldur: Stoltur af því að vera hluti af þessu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Haraldur í leiknum í dag.
Haraldur í leiknum í dag. Fréttablaðið/Anton
"Þetta var gríðarlega fallegur leikur," sagði markmaðurinn Haraldur Björnsson sem átti góðan leik eins og allt U21 árs landsliðið gegn Þjóðverjum í dag.

Haraldur varði oft virkilega vel gegn sterku þýsku liði sem átti ekki roð í sprækt íslenskt lið. Lokatölur 4-1 fyrir Ísland.

"Við vissum alveg að við gætum þetta. Þegar dregið var í riðla fórum við létt á taugum, með Þjóðverjum og Tékkum í riðli. En við misstum aldrei trúnna," sagði markmaðurinn.

"Við duttum ekki í neitt rugl þegar þeir jöfnuðu, við vorum nýkomnir út þegar þeir skora. Það var leiðinlegt því við vildum halda hreinu. En karakterinn sýndi sig."

"Það var umræða fyrir leikinn hverjir voru valdir í þetta lið og A-landsliðið en þeir sem spiluðu í dag sönnuðu sig heldur betur," sagði Haraldur sem var einnig ánægður með stuðninginn í Kaplakrika.

Um 3500 manns voru á leiknum í dag. "Þetta var magnaður stuðningur, ég á varla orð yfir þetta. Maður er stoltur af því að vera hluti af þessu," sagði Haraldur.






Tengdar fréttir

Stórbrotinn sigur íslenska U-21 árs liðsins á Þjóðverjum

Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu fór á kostum í Kaplakrika í dag er það kjöldróg eitt sterkasta lið Evrópu, Þýskaland, í undankeppni EM. Ísland er komið með átta stiga forskot á Þýskaland í riðlinum og á annað sætið nokkuð víst. Liðið getur enn unnið riðilinn þess utan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×