Innlent

Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn

Kínverskir bormenn í virkjun Þó nokkrar starfsmannaleigur störfuðu hér á uppgangstímum íslensks byggingariðnaðar. Fréttablaðið/Vilhelm
Kínverskir bormenn í virkjun Þó nokkrar starfsmannaleigur störfuðu hér á uppgangstímum íslensks byggingariðnaðar. Fréttablaðið/Vilhelm

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn. Ísland mótmælti því áliti sem stofnunin setti fram í fyrra að ákvæði íslenskra laga og kjarasamninga um laun í veikindaforföllum og slysatryggingar ættu ekki að ná til erlendra starfsmanna sem hér ynnu.

ESA benti á að tilskipun um útlenda starfsmenn gerði almennt ráð fyrir því að um slík réttindi fari samkvæmt lögum og samningum í heimaríkjum erlendu starfsmannanna.

Vegna þessa telur stofnunin að lög frá árinu 2007 um skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn sína til tímabundinna starfa á Íslandi samræmist hvorki ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) um frjálsa þjónustustarfsemi né ákvæðum tilskipunar um útlenda starfsmenn.

ESA gerði einnig athugasemd við að lengra væri gengið en nauðsyn bæri í ákvæðum laganna sem gera fyrirtækjum skylt að veita ákveðnar upplýsingar um sig og þá starfsmenn sem þau hyggjast senda til Íslands. Á það féllst íslenska ríkið eftir að hafa, í mars í fyrra, fengið áminningu um málið frá ESA og rökstutt álit í nóvember. Lögunum hefur þegar verið breytt hvað þetta varðar.

- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×