Umfjöllun: Fram bikarmeistari í fyrsta skiptið í ellefu ár Ómar Þorgeirsson skrifar 27. febrúar 2010 19:08 Framstúlkur fögnuðu dátt í leikslok í dag. Mynd/Daníel Fram varð Eimskipsbikarmeistari kvenna í handbolta eftir dramatískan 20-19 sigur gegn Val í Laugardalshöll í dag en staðan var 13-9 Fram í vil í hálfleik. Þetta er þrettándi bikarmeistaratitil kvennaliðs Fram en ellefu ár eru liðin síðan liðið vann síðast en það var árið 1999. Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 5-0 forystu snemma leiks. Valur lét þó ekki slá sig útaf laginu og náði með mikilli baráttu að saxa á forskot Fram og jafna leikinn 7-7. Þá náði Fram aftur tökum á leiknum og þegar hálfleiksflautan gall var munurinn á liðunum fjögur mörk, 13-9 Fram í vil. Framstúlkur náðu að halda forskotinu framan af seinni hálfleiknum og útlit fyrir að þær myndu sigla sigrinum hægt og bítandi í land en Valsstúlkur voru hins vegar ekki búnar að segja sitt síðasta. Í stöðunni 19-14 Fram í vil um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsstúlkur að skora fimm mörk í röð og jafna leikinn, 19-19, þegar skammt lifði leiks. Markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir hjá Val fór á kostum á þeim leikkafla og hún náði svo að verja úr dauðafæri eftir það þannig að Valsstúlkur voru skyndilega komnar með pálmann í hendurnar og möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunni. Þær fóru hins vegar illa af ráði sínu í sókninni og misstu boltann í hendurnar á Framstúlkum sem brunuðu í sókn á lokaandartökunum. Berglind Íris varði aftur meistaralega en það nægði ekki því Pavla Nevarilova náði á ótrúlegan hátt að slá boltann inn í markið af línunni og leiktíminn rann út eftir það og dramatískur sigur Framara staðreynd.Tölfræðin: Fram-Valur 20-19 (13-9)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 6/1 (17/2), Karen Knútsdóttir 4/1 (10/3), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 1 (3), Pavla Nevarilova 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (4).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 23/1 (42/5, 55%)Hraðaupphlaup: 6 (Guðrún Þóra, Marthe, Stella, Karen, Ásta Birna, Hildur)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Stella, Marthe, Pavla)Utan vallar: 6 mínúturMörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 8/4 (19/5), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Katrín Andrésdóttir 2 (3), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6), Brynja Dögg Steinsen 1 (1), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 0 (1).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 23/2 (43/5, 53%)Hraðaupphlaup: 4 (Hrafnhildur, Ágústa Edda, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 5 (Hrafnhildur 2, Rebekka Rut, Kristín, Brynja Dögg)Utan vallar: 0 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Fram varð Eimskipsbikarmeistari kvenna í handbolta eftir dramatískan 20-19 sigur gegn Val í Laugardalshöll í dag en staðan var 13-9 Fram í vil í hálfleik. Þetta er þrettándi bikarmeistaratitil kvennaliðs Fram en ellefu ár eru liðin síðan liðið vann síðast en það var árið 1999. Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og komst í 5-0 forystu snemma leiks. Valur lét þó ekki slá sig útaf laginu og náði með mikilli baráttu að saxa á forskot Fram og jafna leikinn 7-7. Þá náði Fram aftur tökum á leiknum og þegar hálfleiksflautan gall var munurinn á liðunum fjögur mörk, 13-9 Fram í vil. Framstúlkur náðu að halda forskotinu framan af seinni hálfleiknum og útlit fyrir að þær myndu sigla sigrinum hægt og bítandi í land en Valsstúlkur voru hins vegar ekki búnar að segja sitt síðasta. Í stöðunni 19-14 Fram í vil um miðbik síðari hálfleiks náðu Valsstúlkur að skora fimm mörk í röð og jafna leikinn, 19-19, þegar skammt lifði leiks. Markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir hjá Val fór á kostum á þeim leikkafla og hún náði svo að verja úr dauðafæri eftir það þannig að Valsstúlkur voru skyndilega komnar með pálmann í hendurnar og möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunni. Þær fóru hins vegar illa af ráði sínu í sókninni og misstu boltann í hendurnar á Framstúlkum sem brunuðu í sókn á lokaandartökunum. Berglind Íris varði aftur meistaralega en það nægði ekki því Pavla Nevarilova náði á ótrúlegan hátt að slá boltann inn í markið af línunni og leiktíminn rann út eftir það og dramatískur sigur Framara staðreynd.Tölfræðin: Fram-Valur 20-19 (13-9)Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 6/1 (17/2), Karen Knútsdóttir 4/1 (10/3), Hildur Þorgeirsdóttir 3 (8), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 1 (3), Pavla Nevarilova 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (4).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 23/1 (42/5, 55%)Hraðaupphlaup: 6 (Guðrún Þóra, Marthe, Stella, Karen, Ásta Birna, Hildur)Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Stella, Marthe, Pavla)Utan vallar: 6 mínúturMörk Vals (skot): Hrafnhildur Skúladóttir 8/4 (19/5), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (3), Katrín Andrésdóttir 2 (3), Kristín Guðmundsdóttir 2 (6), Brynja Dögg Steinsen 1 (1), Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 0 (1).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 23/2 (43/5, 53%)Hraðaupphlaup: 4 (Hrafnhildur, Ágústa Edda, Rebekka Rut)Fiskuð víti: 5 (Hrafnhildur 2, Rebekka Rut, Kristín, Brynja Dögg)Utan vallar: 0 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira