Stella Sigurðardóttir: Við áttum allar stjörnuleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2010 22:41 Stella Sigurðardóttir átti mjög góðan leik með Fram í kvöld. Mynd/Vilhelm Stella Sigurðardóttir átti mjög góðan leik með Fram í kvöld þegar liðið vann sannfærandi sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á þeirra eigin heimavelli. Stella skoraði 10 mörk og átti 5 stoðsendingar í leiknum og tók mikið af skarið í sóknarleiknum. „Þetta var glæsilegur sigur og loksins sýndum við okkar rétta andlit. Það voru allar að standa sig vel. Það var engin léleg því við áttum allar sem ein stjörnuleik," sagði Stella Sigurðardóttir eftir leikinn. „Við spiluðum lélega vörn í fyrri hálfleik því við áttum alveg að rúlla yfir þær þá. Það var ekkert mál að skora en það var bara varnarleikurinn sem var að klikka. Við lokuðum vörninni síðan í byrjun seinni hálfleiks," sagði Stella en Fram komst í 22-16 í upphafi seinni hálfleiks með því að skora 7 af fyrstu níu mörkum hans. „Við urðum smá kærulausar í lokin og þær náðu að saxa aðeins á forskotið en annars var þetta frábær sigur," sagði Stella en Framliðið var mest með sjö marka forskot. „Það er gaman að vinna þær sannfærandi. Við ætluðum að koma og sýna okkar rétta andlit. Ég veit ekki hvað þetta er búið að vera hjá okkur á móti Stjörnunni síðustu ár. Við erum búnar að vera eitthvað hræddar við þær," sagði Stella og bætti við: „Við unnum þær í deildarbikarnum um daginn og vitum að við getum miklu betur en við höfum verið að sýna á móti Stjörnunni. Við komum núna með gott sjálfstraust inn í leikinn því við vitum að við erum með betra lið," sagði Stella og hún sagði að þetta hafi verið mikilvægur sigur á eiðinni í efsta sætið í deildinni. „Það var mjög mikilvægt að byrja nýja árið vel því það eru þrír toppleikir hjá okkur á næstu tíu dögum. Við mætum HK, Val og Haukum. Við ætlum að reyna að klára þessa toppleiki og koma okkur í fyrsta sætið," sagði Stella að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð Sjá meira
Stella Sigurðardóttir átti mjög góðan leik með Fram í kvöld þegar liðið vann sannfærandi sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á þeirra eigin heimavelli. Stella skoraði 10 mörk og átti 5 stoðsendingar í leiknum og tók mikið af skarið í sóknarleiknum. „Þetta var glæsilegur sigur og loksins sýndum við okkar rétta andlit. Það voru allar að standa sig vel. Það var engin léleg því við áttum allar sem ein stjörnuleik," sagði Stella Sigurðardóttir eftir leikinn. „Við spiluðum lélega vörn í fyrri hálfleik því við áttum alveg að rúlla yfir þær þá. Það var ekkert mál að skora en það var bara varnarleikurinn sem var að klikka. Við lokuðum vörninni síðan í byrjun seinni hálfleiks," sagði Stella en Fram komst í 22-16 í upphafi seinni hálfleiks með því að skora 7 af fyrstu níu mörkum hans. „Við urðum smá kærulausar í lokin og þær náðu að saxa aðeins á forskotið en annars var þetta frábær sigur," sagði Stella en Framliðið var mest með sjö marka forskot. „Það er gaman að vinna þær sannfærandi. Við ætluðum að koma og sýna okkar rétta andlit. Ég veit ekki hvað þetta er búið að vera hjá okkur á móti Stjörnunni síðustu ár. Við erum búnar að vera eitthvað hræddar við þær," sagði Stella og bætti við: „Við unnum þær í deildarbikarnum um daginn og vitum að við getum miklu betur en við höfum verið að sýna á móti Stjörnunni. Við komum núna með gott sjálfstraust inn í leikinn því við vitum að við erum með betra lið," sagði Stella og hún sagði að þetta hafi verið mikilvægur sigur á eiðinni í efsta sætið í deildinni. „Það var mjög mikilvægt að byrja nýja árið vel því það eru þrír toppleikir hjá okkur á næstu tíu dögum. Við mætum HK, Val og Haukum. Við ætlum að reyna að klára þessa toppleiki og koma okkur í fyrsta sætið," sagði Stella að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð Sjá meira