Tap á Morgunblaðinu 1.351 milljón árið 2009 21. október 2010 06:00 Morgunblaðið Útgefandinn segir 240 milljóna króna innspýtingu í útgáfufélag Morgunblaðsins í byrjun þessa árs hafa komið af fé sem hluthafar eignarhaldsfélagsins Þórsmerkur hafi lagt fram þegar á árinu 2009. Tekjur af rekstri Morgunblaðsins lækkuðu um 978 milljónir króna milli áranna 2008 og 2009 og afkoma útgáfufélagsins Árvakurs var neikvæð um 1.351 milljón. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins og einn eigenda þess, segir rekstur blaðsins það sem af er þessu ári í aðalatriðum eins og búist hafi verið við. „Það er ekkert óvænt að gerast í rekstrinum á Árvakri umfram það sem við bjuggum okkur undir og reksturinn hefur verið miklu betri en flestir halda,“ segir hann. Rekstur Morgunblaðsins skilaði tæpum 2,7 milljörðum króna í tekjur á árinu 2009 samkvæmt ársreikningi Árvakurs miðað við tæplega 3,7 milljarða á árinu 2008. Tap af rekstrinum sjálfum var 667 milljónir en auk þess námu nettóvaxtagjöld félagsins tæpum 685 milljónum. Samtals gera þetta áðurnefnda rúma 1.351 milljón. Undir liðnum „nettótekjur“ í rekstrarreikningi Árvakurs 2009 eru færðir tæpir 4,3 milljarðar króna. Ekki kemur beint fram í ársreikningnum hvaða fé þarna er um að ræða en draga má þá ályktun af öðrum liðum ársreikningsins að þarna séu á ferð skuldir sem bankar afskrifuðu hjá Árvakri við eigendaskiptin vorið 2009. Óskar kveðst ekki vilja útskýra þennan lið. „Við höfum lagt fram ársreikninginn og menn verða bara sjálfir að lesa í hann,“ svarar hann. Þessar 4,3 milljarða „nettótekjur“ leiða síðan til þess að bókfærður hagnaður Árvakurs í fyrra verður 2.500 milljónir króna þrátt fyrir áðurgreint tap af rekstrinum. Óskar Magnússon Eigið fé Árvakurs var 776 milljónir króna í árslok 2009. Strax í upphafi ársins í ár voru síðan lagðar inn 240 milljónir króna í auknu hlutafé. Óskar segir þá upphæð koma af 600 milljónum króna sem hluthafar Þórsmerkur ehf., eignarhaldsfélags Árvakurs, hafi lagt fram þegar í byrjun á árinu 2009. Ákveðið hafi verið að bæta við 240 milljónum af þessu fé inn í Árvakur. Að sögn Óskars stendur engin sérstök söfnun hlutafjár yfir um þessar mundir enda sé Árvakur ekki í vandræðum með rekstrarfé. Á hinn bóginn séu menn viðbúnir því að það muni hugsanlega þurfa síðar. „Við vorum undir það búin frá upphafi að þetta væri ekki einfalt og auðvelt mál og að það þyrfti að tjalda til lengri tíma en eins eða tveggja ára,“ segir útgefandi Morgunblaðsins. gar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Tekjur af rekstri Morgunblaðsins lækkuðu um 978 milljónir króna milli áranna 2008 og 2009 og afkoma útgáfufélagsins Árvakurs var neikvæð um 1.351 milljón. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins og einn eigenda þess, segir rekstur blaðsins það sem af er þessu ári í aðalatriðum eins og búist hafi verið við. „Það er ekkert óvænt að gerast í rekstrinum á Árvakri umfram það sem við bjuggum okkur undir og reksturinn hefur verið miklu betri en flestir halda,“ segir hann. Rekstur Morgunblaðsins skilaði tæpum 2,7 milljörðum króna í tekjur á árinu 2009 samkvæmt ársreikningi Árvakurs miðað við tæplega 3,7 milljarða á árinu 2008. Tap af rekstrinum sjálfum var 667 milljónir en auk þess námu nettóvaxtagjöld félagsins tæpum 685 milljónum. Samtals gera þetta áðurnefnda rúma 1.351 milljón. Undir liðnum „nettótekjur“ í rekstrarreikningi Árvakurs 2009 eru færðir tæpir 4,3 milljarðar króna. Ekki kemur beint fram í ársreikningnum hvaða fé þarna er um að ræða en draga má þá ályktun af öðrum liðum ársreikningsins að þarna séu á ferð skuldir sem bankar afskrifuðu hjá Árvakri við eigendaskiptin vorið 2009. Óskar kveðst ekki vilja útskýra þennan lið. „Við höfum lagt fram ársreikninginn og menn verða bara sjálfir að lesa í hann,“ svarar hann. Þessar 4,3 milljarða „nettótekjur“ leiða síðan til þess að bókfærður hagnaður Árvakurs í fyrra verður 2.500 milljónir króna þrátt fyrir áðurgreint tap af rekstrinum. Óskar Magnússon Eigið fé Árvakurs var 776 milljónir króna í árslok 2009. Strax í upphafi ársins í ár voru síðan lagðar inn 240 milljónir króna í auknu hlutafé. Óskar segir þá upphæð koma af 600 milljónum króna sem hluthafar Þórsmerkur ehf., eignarhaldsfélags Árvakurs, hafi lagt fram þegar í byrjun á árinu 2009. Ákveðið hafi verið að bæta við 240 milljónum af þessu fé inn í Árvakur. Að sögn Óskars stendur engin sérstök söfnun hlutafjár yfir um þessar mundir enda sé Árvakur ekki í vandræðum með rekstrarfé. Á hinn bóginn séu menn viðbúnir því að það muni hugsanlega þurfa síðar. „Við vorum undir það búin frá upphafi að þetta væri ekki einfalt og auðvelt mál og að það þyrfti að tjalda til lengri tíma en eins eða tveggja ára,“ segir útgefandi Morgunblaðsins. gar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira