Mystery kaupir Áttablaðarós Óttars 4. desember 2010 15:00 Óttar Martin Norðfjörð hefur í hyggju að koma að handritsgerð Áttablaðarósarinnar sem Davíð Óskar Ólafsson og félagar í Mystery Iceland hafa keypt kvikmyndaréttinn að. Sá tími er runninn upp að framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð bítist um kvikmyndarétt að jólabókunum. Nýjasta salan er Áttablaðarósin eftir Óttar Martin Norðfjörð. „Við höfum fylgst með Óttari [Norðfjörð] frá því að Hnífur Abrahams kom út, við höfum rætt mikið saman enda hefur hann sjálfur verið að fikta við að skrifa handrit. Okkur fannst rétta tækifærið núna og gripum það," segir Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Mystery Iceland. Fyrirtækið hefur keypt kvikmyndaréttinn að Áttablaðarósinni eftir Óttar Martin Norðfjörð sem kom út fyrir þessi jól. Þetta er ekki fyrsta bókin eftir Óttar sem kvikmyndafyrirtæki festir kaup á því árið 2007 tryggði ZikZak sér réttinn að áðurnefndri bók, Hníf Abrahams. Þá átti að fara með tökulið til New York og gera íslenska kvikmynd af áður óþekktri stærð. Mystery Iceland menn eru hins vegar á ögn hófsamari nótum enda ekki 2007 lengur. „Þetta mun taka sinn tíma, sérstaklega að skrifa handrit upp úr bókinni sem við erum allir sáttir við. Síðan fer af stað ferli þar sem sækja þarf um alls konar styrki." Óttar Martin sjálfur var í skýjunum með tíðindin þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Og viðurkenndi að andrúmsloftið væri aðeins öðruvísi en þegar æðið í kringum Hníf Abrahams gekk yfir. „Menn höfðu háleitar hugsjónir þá og ótakmarkað aðgengi að fjármagni. Áttablaðarósin er líka aðeins lágstemmdari og krefst þess ekki að hún verði tekin upp í New York," segir Óttar og telur líklegt að hann verði með puttana í handritsgerðinni. „Annað hvort skrifa ég þetta sjálfur eða hjálpa til. Mig langar allavega að vera með."freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Sá tími er runninn upp að framleiðslufyrirtæki í kvikmyndagerð bítist um kvikmyndarétt að jólabókunum. Nýjasta salan er Áttablaðarósin eftir Óttar Martin Norðfjörð. „Við höfum fylgst með Óttari [Norðfjörð] frá því að Hnífur Abrahams kom út, við höfum rætt mikið saman enda hefur hann sjálfur verið að fikta við að skrifa handrit. Okkur fannst rétta tækifærið núna og gripum það," segir Davíð Óskar Ólafsson hjá framleiðslufyrirtækinu Mystery Iceland. Fyrirtækið hefur keypt kvikmyndaréttinn að Áttablaðarósinni eftir Óttar Martin Norðfjörð sem kom út fyrir þessi jól. Þetta er ekki fyrsta bókin eftir Óttar sem kvikmyndafyrirtæki festir kaup á því árið 2007 tryggði ZikZak sér réttinn að áðurnefndri bók, Hníf Abrahams. Þá átti að fara með tökulið til New York og gera íslenska kvikmynd af áður óþekktri stærð. Mystery Iceland menn eru hins vegar á ögn hófsamari nótum enda ekki 2007 lengur. „Þetta mun taka sinn tíma, sérstaklega að skrifa handrit upp úr bókinni sem við erum allir sáttir við. Síðan fer af stað ferli þar sem sækja þarf um alls konar styrki." Óttar Martin sjálfur var í skýjunum með tíðindin þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Og viðurkenndi að andrúmsloftið væri aðeins öðruvísi en þegar æðið í kringum Hníf Abrahams gekk yfir. „Menn höfðu háleitar hugsjónir þá og ótakmarkað aðgengi að fjármagni. Áttablaðarósin er líka aðeins lágstemmdari og krefst þess ekki að hún verði tekin upp í New York," segir Óttar og telur líklegt að hann verði með puttana í handritsgerðinni. „Annað hvort skrifa ég þetta sjálfur eða hjálpa til. Mig langar allavega að vera með."freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira