Fréttaskýring: Leiðtogar samþykkja að hefja viðræður 16. júní 2010 04:00 Höfuðstöðvar Leiðtogaráð Evrópusambandsins mun fjalla um aðildarumsókn Íslands á fundi ráðsins í svokallaðri Justus Lipsius-byggingu, sem er hluti af höfuðstöðvum ESB í Brussel.Mynd/ESB Hvaða áhrif hefur Icesave-málið á fyrirhugaðar aðildarviðræður íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið? Allar líkur eru á því að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins muni samþykkja að hefja aðildarviðræður við íslensk stjórnvöld á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel á morgun. Ákvörðun um viðræður liggur fyrir í drögum að lokaályktun fundarins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í drögunum segir meðal annars: „Eftir að hafa skoðað umsókn Íslands á grundvelli [álits framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins] og niðurstaðna frá desember 2006 um frekari stækkun sambandsins, kemst leiðtogaráðið að þeirri niðurstöðu að Ísland uppfylli pólitísk skilyrði sem sett voru af leiðtogaráðinu í Kaupmannahöfn árið 1993 og ákveður að hefja aðildarviðræður.“ Í drögunum er ekki minnst á Icesave-málið beinum orðum, heldur notað almennt orðalag þar sem augljóslega er þó vísað til Icesave. Þar segir meðal annars að aðildarviðræðunum sé ætlað að tryggja að Ísland taki upp reglur sambandsins og tryggi að þær taki gildi, og „taki á útistandandi skuldbindingum, til dæmis þeim sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur bent á“. Þar mun átt við álit ESA frá því í lok maí, þar sem fram kemur að Íslandi beri að endurgreiða Hollendingum og Bretum lágmarkstryggingu til innstæðueigenda vegna Icesave-reikninganna. „Leiðtogaráðið fagnar því að Ísland hafi lýst yfir vilja til að leysa úr þessum málum, og hefur trú á því að Ísland muni sýna frumkvæði í því að leysa úr útistandandi málum,“ segir í drögunum. „Leiðtogaráðið staðfestir að viðræðurnar fari fram á forsendum Íslands og hraðinn muni velta á því hversu hratt Ísland getur uppfyllt þær kröfur sem útlistaðar eru í ramma viðræðnanna,“ segir þar enn fremur. Heimildir Fréttablaðsins herma að það sé einkum að kröfu fjármálaráðuneyta Bretlands og Hollands sem þessir fyrirvarar verði gerðir um Icesave-málið í lokaályktun fundar leiðtogaráðsins á morgun. Forsætisráðherrar og utanríkisráðherrar landanna tveggja eru sagðir jákvæðari í garð umsóknar Íslands. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur það ekki í veg fyrir að aðildarviðræður geti hafist að enn hafi ekki verið samið um Icesave-málið. Náist ekki samkomulag um Icesave-skuldbindingarnar á næstu mánuðum, gæti það hins vegar hindrað að viðræður um þann kafla samningsins sem fjallar um fjármálakerfið geti hafist. Alls eru 35 kaflar í löggjöf Evrópusambandsins sem fjalla þarf um áður en tekin verður afstaða til aðildar Íslands, og hægt verður að fara yfir hina kaflana 34 þrátt fyrir að ósamið sé um Icesave. Sendiherrar 26 aðildarríkja Evrópusambandsins hér á landi, allra nema Möltu, munu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins funda hér á landi í dag til að undirbúa fyrirhugaðar aðildarviðræður. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Hvaða áhrif hefur Icesave-málið á fyrirhugaðar aðildarviðræður íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið? Allar líkur eru á því að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins muni samþykkja að hefja aðildarviðræður við íslensk stjórnvöld á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel á morgun. Ákvörðun um viðræður liggur fyrir í drögum að lokaályktun fundarins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í drögunum segir meðal annars: „Eftir að hafa skoðað umsókn Íslands á grundvelli [álits framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins] og niðurstaðna frá desember 2006 um frekari stækkun sambandsins, kemst leiðtogaráðið að þeirri niðurstöðu að Ísland uppfylli pólitísk skilyrði sem sett voru af leiðtogaráðinu í Kaupmannahöfn árið 1993 og ákveður að hefja aðildarviðræður.“ Í drögunum er ekki minnst á Icesave-málið beinum orðum, heldur notað almennt orðalag þar sem augljóslega er þó vísað til Icesave. Þar segir meðal annars að aðildarviðræðunum sé ætlað að tryggja að Ísland taki upp reglur sambandsins og tryggi að þær taki gildi, og „taki á útistandandi skuldbindingum, til dæmis þeim sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur bent á“. Þar mun átt við álit ESA frá því í lok maí, þar sem fram kemur að Íslandi beri að endurgreiða Hollendingum og Bretum lágmarkstryggingu til innstæðueigenda vegna Icesave-reikninganna. „Leiðtogaráðið fagnar því að Ísland hafi lýst yfir vilja til að leysa úr þessum málum, og hefur trú á því að Ísland muni sýna frumkvæði í því að leysa úr útistandandi málum,“ segir í drögunum. „Leiðtogaráðið staðfestir að viðræðurnar fari fram á forsendum Íslands og hraðinn muni velta á því hversu hratt Ísland getur uppfyllt þær kröfur sem útlistaðar eru í ramma viðræðnanna,“ segir þar enn fremur. Heimildir Fréttablaðsins herma að það sé einkum að kröfu fjármálaráðuneyta Bretlands og Hollands sem þessir fyrirvarar verði gerðir um Icesave-málið í lokaályktun fundar leiðtogaráðsins á morgun. Forsætisráðherrar og utanríkisráðherrar landanna tveggja eru sagðir jákvæðari í garð umsóknar Íslands. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur það ekki í veg fyrir að aðildarviðræður geti hafist að enn hafi ekki verið samið um Icesave-málið. Náist ekki samkomulag um Icesave-skuldbindingarnar á næstu mánuðum, gæti það hins vegar hindrað að viðræður um þann kafla samningsins sem fjallar um fjármálakerfið geti hafist. Alls eru 35 kaflar í löggjöf Evrópusambandsins sem fjalla þarf um áður en tekin verður afstaða til aðildar Íslands, og hægt verður að fara yfir hina kaflana 34 þrátt fyrir að ósamið sé um Icesave. Sendiherrar 26 aðildarríkja Evrópusambandsins hér á landi, allra nema Möltu, munu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins funda hér á landi í dag til að undirbúa fyrirhugaðar aðildarviðræður. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira