Fréttaskýring: Leiðtogar samþykkja að hefja viðræður 16. júní 2010 04:00 Höfuðstöðvar Leiðtogaráð Evrópusambandsins mun fjalla um aðildarumsókn Íslands á fundi ráðsins í svokallaðri Justus Lipsius-byggingu, sem er hluti af höfuðstöðvum ESB í Brussel.Mynd/ESB Hvaða áhrif hefur Icesave-málið á fyrirhugaðar aðildarviðræður íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið? Allar líkur eru á því að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins muni samþykkja að hefja aðildarviðræður við íslensk stjórnvöld á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel á morgun. Ákvörðun um viðræður liggur fyrir í drögum að lokaályktun fundarins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í drögunum segir meðal annars: „Eftir að hafa skoðað umsókn Íslands á grundvelli [álits framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins] og niðurstaðna frá desember 2006 um frekari stækkun sambandsins, kemst leiðtogaráðið að þeirri niðurstöðu að Ísland uppfylli pólitísk skilyrði sem sett voru af leiðtogaráðinu í Kaupmannahöfn árið 1993 og ákveður að hefja aðildarviðræður.“ Í drögunum er ekki minnst á Icesave-málið beinum orðum, heldur notað almennt orðalag þar sem augljóslega er þó vísað til Icesave. Þar segir meðal annars að aðildarviðræðunum sé ætlað að tryggja að Ísland taki upp reglur sambandsins og tryggi að þær taki gildi, og „taki á útistandandi skuldbindingum, til dæmis þeim sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur bent á“. Þar mun átt við álit ESA frá því í lok maí, þar sem fram kemur að Íslandi beri að endurgreiða Hollendingum og Bretum lágmarkstryggingu til innstæðueigenda vegna Icesave-reikninganna. „Leiðtogaráðið fagnar því að Ísland hafi lýst yfir vilja til að leysa úr þessum málum, og hefur trú á því að Ísland muni sýna frumkvæði í því að leysa úr útistandandi málum,“ segir í drögunum. „Leiðtogaráðið staðfestir að viðræðurnar fari fram á forsendum Íslands og hraðinn muni velta á því hversu hratt Ísland getur uppfyllt þær kröfur sem útlistaðar eru í ramma viðræðnanna,“ segir þar enn fremur. Heimildir Fréttablaðsins herma að það sé einkum að kröfu fjármálaráðuneyta Bretlands og Hollands sem þessir fyrirvarar verði gerðir um Icesave-málið í lokaályktun fundar leiðtogaráðsins á morgun. Forsætisráðherrar og utanríkisráðherrar landanna tveggja eru sagðir jákvæðari í garð umsóknar Íslands. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur það ekki í veg fyrir að aðildarviðræður geti hafist að enn hafi ekki verið samið um Icesave-málið. Náist ekki samkomulag um Icesave-skuldbindingarnar á næstu mánuðum, gæti það hins vegar hindrað að viðræður um þann kafla samningsins sem fjallar um fjármálakerfið geti hafist. Alls eru 35 kaflar í löggjöf Evrópusambandsins sem fjalla þarf um áður en tekin verður afstaða til aðildar Íslands, og hægt verður að fara yfir hina kaflana 34 þrátt fyrir að ósamið sé um Icesave. Sendiherrar 26 aðildarríkja Evrópusambandsins hér á landi, allra nema Möltu, munu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins funda hér á landi í dag til að undirbúa fyrirhugaðar aðildarviðræður. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira
Hvaða áhrif hefur Icesave-málið á fyrirhugaðar aðildarviðræður íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið? Allar líkur eru á því að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins muni samþykkja að hefja aðildarviðræður við íslensk stjórnvöld á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel á morgun. Ákvörðun um viðræður liggur fyrir í drögum að lokaályktun fundarins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í drögunum segir meðal annars: „Eftir að hafa skoðað umsókn Íslands á grundvelli [álits framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins] og niðurstaðna frá desember 2006 um frekari stækkun sambandsins, kemst leiðtogaráðið að þeirri niðurstöðu að Ísland uppfylli pólitísk skilyrði sem sett voru af leiðtogaráðinu í Kaupmannahöfn árið 1993 og ákveður að hefja aðildarviðræður.“ Í drögunum er ekki minnst á Icesave-málið beinum orðum, heldur notað almennt orðalag þar sem augljóslega er þó vísað til Icesave. Þar segir meðal annars að aðildarviðræðunum sé ætlað að tryggja að Ísland taki upp reglur sambandsins og tryggi að þær taki gildi, og „taki á útistandandi skuldbindingum, til dæmis þeim sem ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur bent á“. Þar mun átt við álit ESA frá því í lok maí, þar sem fram kemur að Íslandi beri að endurgreiða Hollendingum og Bretum lágmarkstryggingu til innstæðueigenda vegna Icesave-reikninganna. „Leiðtogaráðið fagnar því að Ísland hafi lýst yfir vilja til að leysa úr þessum málum, og hefur trú á því að Ísland muni sýna frumkvæði í því að leysa úr útistandandi málum,“ segir í drögunum. „Leiðtogaráðið staðfestir að viðræðurnar fari fram á forsendum Íslands og hraðinn muni velta á því hversu hratt Ísland getur uppfyllt þær kröfur sem útlistaðar eru í ramma viðræðnanna,“ segir þar enn fremur. Heimildir Fréttablaðsins herma að það sé einkum að kröfu fjármálaráðuneyta Bretlands og Hollands sem þessir fyrirvarar verði gerðir um Icesave-málið í lokaályktun fundar leiðtogaráðsins á morgun. Forsætisráðherrar og utanríkisráðherrar landanna tveggja eru sagðir jákvæðari í garð umsóknar Íslands. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kemur það ekki í veg fyrir að aðildarviðræður geti hafist að enn hafi ekki verið samið um Icesave-málið. Náist ekki samkomulag um Icesave-skuldbindingarnar á næstu mánuðum, gæti það hins vegar hindrað að viðræður um þann kafla samningsins sem fjallar um fjármálakerfið geti hafist. Alls eru 35 kaflar í löggjöf Evrópusambandsins sem fjalla þarf um áður en tekin verður afstaða til aðildar Íslands, og hægt verður að fara yfir hina kaflana 34 þrátt fyrir að ósamið sé um Icesave. Sendiherrar 26 aðildarríkja Evrópusambandsins hér á landi, allra nema Möltu, munu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins funda hér á landi í dag til að undirbúa fyrirhugaðar aðildarviðræður. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Sjá meira