Handbolti

Sigurvegari kvöldsins hefur unnið titilinn í 9 af 10 skiptum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr síðasta leik Vals og Hauka.
Úr síðasta leik Vals og Hauka. Mynd/Valli
Haukar og Valur mætast í kvöld í þriðja sinn í úrslitaeinvígi sínu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla. Staðan er 1-1 eftir að Haukar unnu fyrsta leikinn 23-22 á Ásvöllum á föstudagskvöldið og Valsmenn svöruðu með 22-20 sigri í Vodafone-höllinni á sunnudaginn. Leikur kvöldsins hefst klukkan 19.30 á Ásvöllum.

Mikilvægi leiksins í kvöld sést best á sögu úrslitaeinvígisins. Í tíu úrslitaeinvígum karla þar sem staðan hefur verið jöfn 1-1 þá hefur sigurvegari þriðja leiksins unnið Íslandsmeistaratitilinn í níu skipti. Átta sinnum hefur sigurvegari þriðja leiksins meira að segja klárað einvígið strax í fjórða leiknum og unnið því einvígið 3-1.

Það er aðeins ein undantekning frá því að liðið sem vinnur þriðja leikinn, í stöðunni 1-1, klári Íslandsmeistaratitilinn. Það er lið KA-manna frá 2001. KA-menn unnu þá þriðja leikinn á móti Haukum örugglega með níu marka mun á heimavelli (27-18) en Haukarnir gáfust ekki upp heldur tryggðu sér titilinn með því að vinna síðustu tvo leikina.

Einvígi um Íslandsmeistaratitil karla þar sem staðan hefur verið 1-1

1992 FH-Selfoss

Þriðji leikur: FH vann 28-25 í Kaplakrika

Íslandsmeistari: FH (3-1)

1993 Valur-FH

Þriðji leikur: Valur vann 25-23 í Laugardalshöll

Íslandsmeistari: Valur (3-1)

1994 Haukar-Valur

Þriðji leikur: Valur vann 29-22 á Strandgötu

Íslandsmeistari: Valur (1-3)

1995 Valur-KA

Þriðji leikur: Valur vann 24-23 á Hlíðarenda

Íslandsmeistari: Valur (3-2)

1997 Afturelding-KA

Þriðji leikur: KA vann 29-26 að Varmá í Mosfellsbæ

Íslandsmeistari: KA (1-3)

1999 Afturelding-FH

Þriðji leikur: Afturelding vann 26-23 að Varmá í Mosfellsbæ

Íslandsmeistari: Afturelding (3-1)

2000 Fram-Valur

Þriðji leikur: Valur vann 27-22 í Framhúsinu í Safamýri

Íslandsmeistari: Valur (1-3)

2001 KA-Haukar

Þriðji leikur: KA vann 27-18 í KA-húsinu [Undantekningin]

Íslandsmeistari: Haukar (2-3)

2003 Haukar-ÍR

Þriðji leikur: Haukar unnu 34-22 á Ásvöllum

Íslandsmeistari: Haukar (3-1)

2009 Haukar-Valur

Þriðji leikur: Haukar unnu 28-25 á Ásvöllum

Íslandsmeistari: Haukar (3-1)

2010 Haukar-Valur

Þriðji leikur: Í kvöld klukkan 19.30 á Ásvöllum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×