Aðgangsmiði í fínar og frægar merkjaverslanir 26. apríl 2010 07:00 Hjónin Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson hafa slegið í gegn með hönnun sinni. Þau hanna nú skó fyrir franska tískuhúsið Rue de Mail. Fréttablaðið/valli Kron hefur hannað skó fyrir vetrarlínu tískuhússins Rue de Mail í París, en þar er Martine Sitbon yfirhönnuður. Fjöldi stórstjarna hafa klæðst flíkum frá Rue de Mail og má þar á meðal nefna leikkonurnar Cate Blanchet, Kirsten Dunst og Scarlett Johansson auk fyrirsætunnar Kate Moss og forsetafrú Frakklands, Cörlu Bruni. Hugrún Árnadóttir, hönnuður og annar eigandi Kron, hannaði skóna ásamt manni sínum, Magna Þorsteinssyni. „Þetta er franskt tískuhús og var Martine Sitbon meðal annars yfirhönnuður hjá Chloé áður en hún gerðist yfirhönnuður Rue de Mail. Hún er mjög þekktur hönnuður og þá sérstaklega í París en hefur ávallt forðast sviðsljósið," segir Linda Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, en hún starfar einnig sem textílhönnuður fyrir Rue de Mail. Linda er systir Hugrúnar og svaraði fyrir þau hjónin þar eð þau voru erlendis. Skórnir nefnast Kron by Kron Kron for Rue de Mail og voru frumsýndir á tískuvikunni í París í mars síðastliðnum og verða fáanlegir í verslunum frá og með ágúst. „Þetta er gott tækifæri fyrir þau og í raun er þetta aðgangsmiði inn í allar frægu og fínu merkjaverslanir líkt og Barneys í New York og þannig ná þau einnig til annars markhóps en þau hafa gert. Skórnir eru ekki ósvipaðir þeim sem þau hafa verið að hanna hingað til, þetta er mikið sama form en verður í öðrum litum." Að sögn Lindu verða skórnir einnig fáanlegir hér á landi og því hafa íslenskir fagurkerar án efa til einhvers að hlakka. sara@frettabladid.is Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Kron hefur hannað skó fyrir vetrarlínu tískuhússins Rue de Mail í París, en þar er Martine Sitbon yfirhönnuður. Fjöldi stórstjarna hafa klæðst flíkum frá Rue de Mail og má þar á meðal nefna leikkonurnar Cate Blanchet, Kirsten Dunst og Scarlett Johansson auk fyrirsætunnar Kate Moss og forsetafrú Frakklands, Cörlu Bruni. Hugrún Árnadóttir, hönnuður og annar eigandi Kron, hannaði skóna ásamt manni sínum, Magna Þorsteinssyni. „Þetta er franskt tískuhús og var Martine Sitbon meðal annars yfirhönnuður hjá Chloé áður en hún gerðist yfirhönnuður Rue de Mail. Hún er mjög þekktur hönnuður og þá sérstaklega í París en hefur ávallt forðast sviðsljósið," segir Linda Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, en hún starfar einnig sem textílhönnuður fyrir Rue de Mail. Linda er systir Hugrúnar og svaraði fyrir þau hjónin þar eð þau voru erlendis. Skórnir nefnast Kron by Kron Kron for Rue de Mail og voru frumsýndir á tískuvikunni í París í mars síðastliðnum og verða fáanlegir í verslunum frá og með ágúst. „Þetta er gott tækifæri fyrir þau og í raun er þetta aðgangsmiði inn í allar frægu og fínu merkjaverslanir líkt og Barneys í New York og þannig ná þau einnig til annars markhóps en þau hafa gert. Skórnir eru ekki ósvipaðir þeim sem þau hafa verið að hanna hingað til, þetta er mikið sama form en verður í öðrum litum." Að sögn Lindu verða skórnir einnig fáanlegir hér á landi og því hafa íslenskir fagurkerar án efa til einhvers að hlakka. sara@frettabladid.is
Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira