Aðgangsmiði í fínar og frægar merkjaverslanir 26. apríl 2010 07:00 Hjónin Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson hafa slegið í gegn með hönnun sinni. Þau hanna nú skó fyrir franska tískuhúsið Rue de Mail. Fréttablaðið/valli Kron hefur hannað skó fyrir vetrarlínu tískuhússins Rue de Mail í París, en þar er Martine Sitbon yfirhönnuður. Fjöldi stórstjarna hafa klæðst flíkum frá Rue de Mail og má þar á meðal nefna leikkonurnar Cate Blanchet, Kirsten Dunst og Scarlett Johansson auk fyrirsætunnar Kate Moss og forsetafrú Frakklands, Cörlu Bruni. Hugrún Árnadóttir, hönnuður og annar eigandi Kron, hannaði skóna ásamt manni sínum, Magna Þorsteinssyni. „Þetta er franskt tískuhús og var Martine Sitbon meðal annars yfirhönnuður hjá Chloé áður en hún gerðist yfirhönnuður Rue de Mail. Hún er mjög þekktur hönnuður og þá sérstaklega í París en hefur ávallt forðast sviðsljósið," segir Linda Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, en hún starfar einnig sem textílhönnuður fyrir Rue de Mail. Linda er systir Hugrúnar og svaraði fyrir þau hjónin þar eð þau voru erlendis. Skórnir nefnast Kron by Kron Kron for Rue de Mail og voru frumsýndir á tískuvikunni í París í mars síðastliðnum og verða fáanlegir í verslunum frá og með ágúst. „Þetta er gott tækifæri fyrir þau og í raun er þetta aðgangsmiði inn í allar frægu og fínu merkjaverslanir líkt og Barneys í New York og þannig ná þau einnig til annars markhóps en þau hafa gert. Skórnir eru ekki ósvipaðir þeim sem þau hafa verið að hanna hingað til, þetta er mikið sama form en verður í öðrum litum." Að sögn Lindu verða skórnir einnig fáanlegir hér á landi og því hafa íslenskir fagurkerar án efa til einhvers að hlakka. sara@frettabladid.is Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Kron hefur hannað skó fyrir vetrarlínu tískuhússins Rue de Mail í París, en þar er Martine Sitbon yfirhönnuður. Fjöldi stórstjarna hafa klæðst flíkum frá Rue de Mail og má þar á meðal nefna leikkonurnar Cate Blanchet, Kirsten Dunst og Scarlett Johansson auk fyrirsætunnar Kate Moss og forsetafrú Frakklands, Cörlu Bruni. Hugrún Árnadóttir, hönnuður og annar eigandi Kron, hannaði skóna ásamt manni sínum, Magna Þorsteinssyni. „Þetta er franskt tískuhús og var Martine Sitbon meðal annars yfirhönnuður hjá Chloé áður en hún gerðist yfirhönnuður Rue de Mail. Hún er mjög þekktur hönnuður og þá sérstaklega í París en hefur ávallt forðast sviðsljósið," segir Linda Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands, en hún starfar einnig sem textílhönnuður fyrir Rue de Mail. Linda er systir Hugrúnar og svaraði fyrir þau hjónin þar eð þau voru erlendis. Skórnir nefnast Kron by Kron Kron for Rue de Mail og voru frumsýndir á tískuvikunni í París í mars síðastliðnum og verða fáanlegir í verslunum frá og með ágúst. „Þetta er gott tækifæri fyrir þau og í raun er þetta aðgangsmiði inn í allar frægu og fínu merkjaverslanir líkt og Barneys í New York og þannig ná þau einnig til annars markhóps en þau hafa gert. Skórnir eru ekki ósvipaðir þeim sem þau hafa verið að hanna hingað til, þetta er mikið sama form en verður í öðrum litum." Að sögn Lindu verða skórnir einnig fáanlegir hér á landi og því hafa íslenskir fagurkerar án efa til einhvers að hlakka. sara@frettabladid.is
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira