Sjö lið komust áfram í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2010 22:45 Það var kalt á mörgum leikjum í kvöld. Hér fagna leikmenn Gent sigurmarki sínu. Mynd/AP Manchester City og Lech Poznan voru ekki einu liðin sem tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. PSV Eindhoven, Metalist Kharkiv, Young Boys, Sporting og Bayer Leverkusen eru einnig komin áfram. Manchester City og Lech Poznan eru bæði komin áfram upp úr A-riðli en ítalska stórliðið Juventus er úr leik eftir aðeins 1-1 jafntefli á móti Lech Poznan i Póllandi. Bayer Leverkusen er komið áfram upp úr B-riðli eftir 1-0 sigur á Rosenborg í frostinu í Þrándheimi en norska liðið er úr leik. Aris vann 3-2 sigur á Atlético Madrid eftir að hafa lent 1-2 undir og eru liðin því jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Aris mætir þá Rosenborg á heimavelli en Atlético Madrid heimsækir Bayern Leverkusen.Aris Thessaloniki vann dramatískan sigur á Atletico Madrid.Mynd/APSporting Lissabon tryggði sér sæti í 32 liða úrslitunum með 1-0 sigri á Lille en franska liðið keppir við Gent um hitt sætið í lokaumferðinni í C-riðli. Gent er með tveggja stiga forskot á Lille eftir 1-0 sigur á Levski Sofia í kvöld. Metalist Kharkiv og PSv Eindhoven tryggðu sér tvö efstu sætin í I-riðli, Metalist vann 2-1 sigur á Debreceni en PSV kom til baka og vann 2-1 sigur á Sampdoria á Ítalíu. Liðin mætast í úrslitaleik um sigur í riðlinum í síðustu umferðinni en ítalska liðið er úr leik. Zenit St Petersburg vann sinn fimmta leik í röð og er fyrir löngu búið að tryggja sér sigurinn í G-riðlinum. AEK Aþena og Anderlecht keppa um hitt sætið í lokaumferðinni en gríska liðinu nægir þar jafntefli. Stuttgart er búið að tryggja sér sigur í H-riðli. Þýska liðið virtist ætla að tryggja sér sinn fimmta sigur í röð á útivelli á móti Young Boys en Svisslendingarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu átta mínútunum og tryggðu sér með því sæti í 32 liða úrslitunum. Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:Adam Johnson fagnar marki sínu í kvöld.Mynd/APG-riðillZenit-Anderlecht 3-1 1-0 Aleksey Ionov (12.), 2-0 Aleksandr Bukharov (65.), 2-1 Kanu (87.), 3-1 Szabolcs Huszti (88.)Hajduk Split-AEK Aþena 1-3 0-1 Ignacio Scocco (50.), 0-2 Konstantinos Manolas (61.), 0-3 Ismael Blanco (84.), 1-3 Jurica Buljat (90.)B-riðillAtletico Madrid-Aris Thessaloniki 2-3 0-1 Koke (3.), 1-1 Diego Forlan (11.), 2-1 Sergio Agüero (16.), 2-2 Koke (51.), 2-3 Nikolaos Lazaridis (81.) Rosenborg-Bayer Leverkusen 0-1 0-1 Sidney Sam (35.)H-riðillYoung Boys-Stuttgart 4-2 1-0 David Degen (39.), 1-1 Pavel Pogrebnyak (48.), 1-2 Sven Schipplock (68.), 2-2 Scott Lee Sutter (82.), 3-2 Emmanuel Mayuka (85.), 4-2 Emmanuel Mayuka (86.)Odense-Getafe 1-1 0-1 Pedro Ríos (17.), 1-1 Hans Henrik Andreasen (90.).A-riðillManchester City-Salzburg 3-0 1-0 Mario Balotelli (18.), 2-0 Mario Balotelli (65.), 3-0 Adam Johnson (78.)Lech Poznan-Juventus 1-1 1-0 Artjoms Rudnevs (12.), 1-1 Vincenzo Iaquinta (84.)I-riðillMetalist Kharkiv-Debreceni 2-1 0-1 Péter Czvitkovics (48.), 1-1 Sjálfsmark (52.), 2-1 Denis Oleynik (88.).Sampdoria-PSv Eindhoven 1-2 1-0 Giampaolo Pazzini (45.), 1-1 Ola Toivonen (51.), 1-2 Ola Toivonen (90.).C-riðillSporting Lisbon-Lille 1-0 1-0 Anderson Polga (28.)Gent-Levski Sofia 1-0 1-0 Wallace (77.) Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Manchester City og Lech Poznan voru ekki einu liðin sem tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. PSV Eindhoven, Metalist Kharkiv, Young Boys, Sporting og Bayer Leverkusen eru einnig komin áfram. Manchester City og Lech Poznan eru bæði komin áfram upp úr A-riðli en ítalska stórliðið Juventus er úr leik eftir aðeins 1-1 jafntefli á móti Lech Poznan i Póllandi. Bayer Leverkusen er komið áfram upp úr B-riðli eftir 1-0 sigur á Rosenborg í frostinu í Þrándheimi en norska liðið er úr leik. Aris vann 3-2 sigur á Atlético Madrid eftir að hafa lent 1-2 undir og eru liðin því jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Aris mætir þá Rosenborg á heimavelli en Atlético Madrid heimsækir Bayern Leverkusen.Aris Thessaloniki vann dramatískan sigur á Atletico Madrid.Mynd/APSporting Lissabon tryggði sér sæti í 32 liða úrslitunum með 1-0 sigri á Lille en franska liðið keppir við Gent um hitt sætið í lokaumferðinni í C-riðli. Gent er með tveggja stiga forskot á Lille eftir 1-0 sigur á Levski Sofia í kvöld. Metalist Kharkiv og PSv Eindhoven tryggðu sér tvö efstu sætin í I-riðli, Metalist vann 2-1 sigur á Debreceni en PSV kom til baka og vann 2-1 sigur á Sampdoria á Ítalíu. Liðin mætast í úrslitaleik um sigur í riðlinum í síðustu umferðinni en ítalska liðið er úr leik. Zenit St Petersburg vann sinn fimmta leik í röð og er fyrir löngu búið að tryggja sér sigurinn í G-riðlinum. AEK Aþena og Anderlecht keppa um hitt sætið í lokaumferðinni en gríska liðinu nægir þar jafntefli. Stuttgart er búið að tryggja sér sigur í H-riðli. Þýska liðið virtist ætla að tryggja sér sinn fimmta sigur í röð á útivelli á móti Young Boys en Svisslendingarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu átta mínútunum og tryggðu sér með því sæti í 32 liða úrslitunum. Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:Adam Johnson fagnar marki sínu í kvöld.Mynd/APG-riðillZenit-Anderlecht 3-1 1-0 Aleksey Ionov (12.), 2-0 Aleksandr Bukharov (65.), 2-1 Kanu (87.), 3-1 Szabolcs Huszti (88.)Hajduk Split-AEK Aþena 1-3 0-1 Ignacio Scocco (50.), 0-2 Konstantinos Manolas (61.), 0-3 Ismael Blanco (84.), 1-3 Jurica Buljat (90.)B-riðillAtletico Madrid-Aris Thessaloniki 2-3 0-1 Koke (3.), 1-1 Diego Forlan (11.), 2-1 Sergio Agüero (16.), 2-2 Koke (51.), 2-3 Nikolaos Lazaridis (81.) Rosenborg-Bayer Leverkusen 0-1 0-1 Sidney Sam (35.)H-riðillYoung Boys-Stuttgart 4-2 1-0 David Degen (39.), 1-1 Pavel Pogrebnyak (48.), 1-2 Sven Schipplock (68.), 2-2 Scott Lee Sutter (82.), 3-2 Emmanuel Mayuka (85.), 4-2 Emmanuel Mayuka (86.)Odense-Getafe 1-1 0-1 Pedro Ríos (17.), 1-1 Hans Henrik Andreasen (90.).A-riðillManchester City-Salzburg 3-0 1-0 Mario Balotelli (18.), 2-0 Mario Balotelli (65.), 3-0 Adam Johnson (78.)Lech Poznan-Juventus 1-1 1-0 Artjoms Rudnevs (12.), 1-1 Vincenzo Iaquinta (84.)I-riðillMetalist Kharkiv-Debreceni 2-1 0-1 Péter Czvitkovics (48.), 1-1 Sjálfsmark (52.), 2-1 Denis Oleynik (88.).Sampdoria-PSv Eindhoven 1-2 1-0 Giampaolo Pazzini (45.), 1-1 Ola Toivonen (51.), 1-2 Ola Toivonen (90.).C-riðillSporting Lisbon-Lille 1-0 1-0 Anderson Polga (28.)Gent-Levski Sofia 1-0 1-0 Wallace (77.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira